fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Hagnaður Landsvirkjunar lækkar milli ára: Ásættanlegt miðað við aðstæður

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 15:00

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður Landsvirkjunar á síðasta ári nam um 13,6 milljörðum króna, eða um 112,7 milljónum dollara. Árið áður var hagnaðurinn 121 milljón dollara. Tekjutapið má helst rekja til stöðvunar kerskála Rio Tinto í Straumsvík á síðasta ári, en það nam um tveimur milljörðum króna, eða 16 milljónum dollara.

Þá má einnig rekja tekjutap til óveðursins í desember, sem rýrði afkomu Landsnets, en Landsvirkjun á tæplega 65% hlut í Landsneti. Þá hefur lágt heimsmarkaðsverð á áli einnig áhrif á reksturinn sökum raforkusamnings við Alcoa, sem tengdur er álverði.

Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir 2019.

Helstu atriði ársreiknings

  • Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 173,3 milljónum USD (21,0 ma.kr.), en var 184,1 milljón USD á sama tímabili árið áður og lækkar því um 5,9% milli tímabila.1
  • Hagnaður tímabilsins var 112,7 milljónir USD (13,6 ma.kr.) en var 121,0 milljón USD á sama tímabili árið áður.
  • Rekstrartekjur námu 509,6 milljónum USD (61,7 ma.kr.) og lækka um 24,3 milljónir USD (4,6%) frá sama tímabili árið áður.
  • Nettó skuldir lækkuðu um 193,1 milljón USD (23,4 ma.kr.) frá áramótum og voru í árslok 1.691,5 milljónir USD (204,7 ma.kr.).
  • Handbært fé frá rekstri nam 295,8 milljónum USD (35,8 ma.kr.) sem er nánast óbreytt frá árinu áður.

Ásættanlegt

„Rekstur Landsvirkjunar litaðist af erfiðum ytri aðstæðum á árinu 2019, eins og árið áður. Afurðaverð stórra viðskiptavina var lágt og hafði það neikvæð áhrif á tekjur, enda er hluti samninga enn bundinn við þróun álverðs. Þá varð tekjutap upp á um 16 milljónir dollara af stöðvun kerskála þrjú hjá álveri Rio Tinto í Straumsvík.

Þótt óveðrið í desember hafi ekki valdið truflunum í rekstri aflstöðva Landsvirkjunar hafði það áhrif á rekstur Landsnets, sem er hluti af samstæðu Landsvirkjunar. Atburðarásin í desember staðfestir að brýn þörf er á því að styrkja flutningskerfi raforku á Íslandi.

Áfram gekk vel að lækka nettó skuldir, sem eru nú komnar niður í 1.691 milljón Bandaríkjadala og lækkuðu um 193 milljónir á árinu. Matsfyrirtækið Moody’s hækkaði lánshæfiseinkunn fyrirtækisins á árinu og S&P Global Ratings breytti horfum á sinni einkunn úr stöðugum í jákvæðar. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem Landsvirkjun horfir til við mat á grunnrekstri fyrirtækisins, var ásættanlegur miðað við aðstæður, en lækkaði um 5,9% milli ára,“

segir Hörður Arnarsson, forstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“