Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Fjallabyggðar. Hefur hann óskað eftir að láta að störfum samstundis, en hann hefur störf þann 9. mars í Fjallabyggð.
Greint er frá þessu á heimasíðum Fjallabyggðar og Langanesbyggðar.
Elías hefur verið sveitarstjóri Langanesbyggðar síðan 2014, en tekur nú við af Gunnari Birgissyni, sem lét af störfum fyrir áramót.
„Mér var einfaldlega boðið starf í Fjallabyggð og ég ákvað að taka því,“
hefur RÚV eftir Elíasi.
Samkvæmt heimildum Eyjunnar bauð Fjallabyggð Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar einnig starfið, sem hann þáði ekki.