fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Fjallabyggð stelur sveitarstjóranum frá Langanesbyggð

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Fjallabyggðar. Hefur hann óskað eftir að láta að störfum samstundis, en hann hefur störf þann 9. mars í Fjallabyggð.

Greint er frá þessu á heimasíðum Fjallabyggðar og Langanesbyggðar.

Elías hefur verið sveitarstjóri Langanesbyggðar síðan 2014, en tekur nú við af Gunnari Birgissyni, sem lét af störfum fyrir áramót.

„Mér var einfaldlega boðið starf í Fjallabyggð og ég ákvað að taka því,“

hefur RÚV eftir Elíasi.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar bauð Fjallabyggð Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar einnig starfið, sem hann þáði ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins