fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Elías P. fer á Tröllaskagann

Egill Helgason
Föstudaginn 28. febrúar 2020 21:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir hrun var samfélagið merkilega galopið – umræðuvettvangurinn var stór og lifandi. Því miður gufaði þessi andi fljótt upp, maður hélt að breytinga væri að vænta, en það reyndist í rauninni ekki vera. Þetta á svosem ekki bara við um Ísland – svona var þetta út um víða veröld. Margir trúðu því reyndar á þeim tíma að internetið yrði til mikils gagns í þjóðfélagsumræðu og lýðræðisþróun, það hefur reynst vera tálsýn. En það er önnur saga.

Á þessum tíma kynntist maður ýmsu fólki sem maður hefði kannski ekki hitt annars. Þetta fólk var á mismunandi stað í pólitík, en það var áhugasamt, hugsandi og gagnrýnið. Það var líka eins og væri dálíítið að losna um girðingarnar í pólitíkinni – sem er ólíkt þeim garra og þeirri tortryggni sem ríkir núna.

Einn af þessum mönnum sem ég nefni hér er Elías Pétursson. Hann var jarðvinnukarl í Mosfellsbæ, þannig lýsti hann sér sjálfur, fyrirtækið hans átti í erfiðleikum í hruninu og Elías hafði lítið fyrir stafni. Hann fór að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum. Við hittumst reglulega og spjölluðum saman – þekktumst ekkert áður. Það voru gefandi og skemmtileg samtöl. Mér fannst Elias býsna glöggur og dáðist að því hvernig hann reyndi sjálfur að skoða mál og taka afstöðu til þeirra – ekki bara láta mata sig á viðteknum skoðunum. Við vorum alls ekki alltaf sammála – en samband okkar gat vel þolað það, við erum báðir frekar kurteisir menn.

Elías söðlaði svo alveg um. Fór í háskólanám og næsta sem ég vissi af honum var að hann var orðinn sveitastjóri í Langanesbyggð. Það kom pínulítið á óvart, en ég taldi mig vita að hann yrði góður í því starfi. Hann hefur verið eystra í sex ár. Við hittumst þar stuttlega í september – og ég sá ekki betur en Þórshöfn sé býsna blómlegur staður þótt afskekktur sé. Myndin er tekin af okkur á Þórshöfn í haust.

Í dag frétti ég svo að búið sé að ráða Elías sem bæjarstjóra í Fjallabyggð. Mér finnst málið vera mér pínulítið skylt, hafandi nýlega lokið við að gera fimm þátta sjónvarpsséríu um Siglufjörð. Ég álít að þetta sé  fagnaðarefni og held að Elías eigi eftir að reynast vinum mínum á Tröllaskaga vel. Hann er heiðarlegur, málefnalegur og góðviljaður. Þetta er örugglega ekki auðvelt starf, í öllum sveitarfélögum eru jarðsprengjusvæði þar sem er best að stíga varlega til jarðar, en ég treysti Ella ágætlega til þess.

Hér er svo mynd af Eliasi í Silfrinu stuttu eftir hrun.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“