fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Áfengisverð allt að 68% ódýrara í Costco en Vínbúðunum – ÁTVR sagt fara á hausinn með nýju frumvarpi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og er þá geta aðeins þeir sem eru með vínveitingaleyfi, eða leyfi til innflutnings á víni, keypt áfengi í Costco. Það mun hins vegar breytast ef, eða þegar, frumvarp dómsmálaráðherra sem heimilar netverslun innanlands með áfengi, verður samþykkt. Þá verður hægt að panta áfengi í gegnum vefsvæði hjá Costco, gegn ákveðnum skilyrðum.

Samkvæmt frumvarpinu á einnig að mæta kröfum minni áfengisframleiðenda, til dæmis brugghúsum úti á landi, og heimilað í tilteknum tilvikum að þeir selji afurðir sínar í smásölu beint til neytenda.

Neytendum er hinsvegar þegar heimilt að flytja inn áfengi til landsins til einkanota heim að dyrum, t.d. í gegnum erlendar vefverslanir með áfengi og hefur það verið leyft síðastliðin 25 ár.

Mikill verðmunur

Töluverður verðmunur er á áfengum drykkjum í Costco annars vegar og Vínbúðum ríkisins hins vegar, líkt og kemur fram í umfjöllun ViðskiptaMoggans í dag, en munurinn er allt að 68% þegar mest lætur.

Samkvæmt ViðskiptaMogganum er verðmunurinn nokkur á heimsþekktum vörumerkjum, Costco í vil. Smirnoff vodki er t.d. 9.4% dýrari í Vínbúðunum og Jameson viskí er 8.7% dýrara í Vínbúðum ríkisins.

Verðmunurinn er meira en 50% í þremur samanburðardæmum. Þar er Chivas Regal 12 ára viskí á 6.660 í Costco, en 11.199 krónur í Víbúðunum. Það er 68% munur.

Þá kostar kassi af 24 Stella Artois bjórflöskum 5.328 krónur í Costco, en ef keyptar eru 24 slíkar flöskur í Vínbúðunum, kostar það 8.616 krónur. Verðmunurinn er 61.7%

Svipaða sögu er að segja af Cobra bjór í litlum flöskum, hvar tólf slíkar kosta 2.775 krónur í Costco en 4.548 í Vínbúðunum, sem er tæplega 64% munur.

ÁTVR á hausinn

Í umsögn Félags atvinnurekenda á frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra er því spáð að rekstrargrundvelli ÁTVR sé verulega ógnað með frumvarpi Áslaugar Örnu:

„Athygli vekur hversu veigalítil umfjöllun er í skjalinu um áhrif fyrirhugaðra breytinga á rekstur ÁTVR. Það blasir við að bæði innlendir framleiðendur og innflytjendur áfengis munu stórauka sölu í gegnum netverzlanir, gangi áformin eftir. Stígi matvöruverzlanir inn á þennan markað, eins og telja verður yfirgnæfandi líkur á, mun draga hratt úr sölu í ÁTVR. Ekki verður séð að neitt sé því til fyrirstöðu að netverzlanir keppi í verði við ÁTVR, sem að óbreyttum lögum hefur engin úrræði til að bregðast við slíkri samkeppni, en álagning stofnunarinnar er bundin í lög. Raunar verður ekki séð að með þessum breytingum eigi ÁTVR sér rekstrargrundvöll. Æskilegt væri að við frumvarpssmíðina yrði gerð betri greining á áhrifunum á ÁTVR og hver væru þá að mati ráðherra eðlileg næstu skref, fari svo að rekstur stofnunarinnar standi ekki undir sér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“