„Yfirlögregluþjónar hafa fengið 46% launahækkun átakalaust og stéttarfélag lögfræðinga hjá ríkinu fékk samning sem þverbraut gegn markmiðum lífskjarasamningsins um hækkun lægstu launa. Í tilfelli lögfræðinga hjá ríkinu, ásamt þremur öðrum félögum í BHM, voru dyrnar opnaðar með nýjum launaflokkum á hækkun grunnlauna upp að 1,27 milljónum á mánuði. Starfsfólk borgarinnará lægstu launum fer fram á leiðréttingu sem nemur ekki meira en 45 þúsund krónum. Um það eru ekki bara átök, heldur er baráttan sögð kalla hamfarir yfir landið.
Kemst fólk á hæstu launum upp með hvað sem er?”
Svona hljómar stuttur pistill sem settur var inn á FB-síðu Eflingar í dag. Efling hefur verið gagnrýnd fyrir að vilja ekki miða við Lífskjarasamninginn í samningaviðræðum um laun ófaglærðs starfsfólks hjá borginni, en bendir þarna á að ekki hafi allir haldið sig við þau viðmið.