fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Norðmenn prófa nýjar milljarðaþotur á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. febrúar 2020 12:40

F-35 þoturnar eru smíðaðar af Lockheed Martin í Bandaríkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju í vikunni með komu norska flughersins, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center), alls um 150 manns.

Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur frá Lockheed Martin verksmiðjunum í Bandaríkjum, en þær þykja með fullkomnari orrustuþotum sem völ er á.

Eitt stykki kostar um 100 milljónir dollara, eða um 13 milljarða króna.

Noregur uppfærði nýlega flugflota sinn, en hann notaðist áður við F-16 þotur, sem voru komnar vel á aldur, eða um 40 ára gamlar. Hefur noregur pantað alls 52 slíkar vélar, sem kosta alls um 924 milljarða íslenskra króna.

Er þetta í fyrsta skipti sem þoturnar eru prófaðar utan Noregs.

Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 20. til 29. febrúar. Loftrýmisgæslan verður í samræmi við loftrýmisáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland og fyrirkomulagið verður með sama hætti og áður.

Flugsveitin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok mars.

Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr leiðtogi breskra íhaldsmanna er kölluð „Frú ekkert kjaftæði“

Nýr leiðtogi breskra íhaldsmanna er kölluð „Frú ekkert kjaftæði“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lýsa Trump sigurvegara kosninganna

Lýsa Trump sigurvegara kosninganna