Samkvæmt úttekt CEOWORLD tímaritsins er Ísland þriðja dýrasta land í heimi. Ísland hefur gjarnan verið efst á listum þegar kemur að ýmiskonar kostnaði, hvort sem er á fasteignum,- leigu,- mat, eða bjór.
Nú síðast í janúar var Ísland dýrasta land í heimi samkvæmt úttekt Business Insider.
Samkvæmt lista CEOWORLD, sem birtur var þann 2. febrúar, er Sviss dýrasta landið til að búa í, þá Noregur og loks Ísland í þriðja sæti. Þá koma Japan, Danmörk Bahama eyjur, Lúxemborg, Ísrael, Singapúr og Suður- Kórea.
Ódýrasta land heims er Pakistan, en 132 lönd eru á listanum.
Tölfræði CEOWORLD er fengin frá ýmsum rannsóknum og opinberri tölfræði og vísitölum er snerta húsnæði, fatakostnað, leigubílakostnað, internetkostnað, matvöruverð, samgöngukostnað, og verð á matsölustöðum.
Hér má sjá topp 20 dýrustu löndin en listann í heild sinni má sjá hér.