Óvæntur fylgifiskur verkfalls Eflingar.
Hliðin sem loka göngugötunum í bænum standa opin.
Væntanlega er enginn til að loka þeim eða opna aftur (þau skulu vera opin vegna vöruflutninga milli 7 og 11 á morgnana).
Væri kannski verfallsbrot ef einhver annar – til dæmis borgarstjóri – gengi í það starf?
Kaupmenn sem eru mikið á móti götulokununum geta tekið gleði sína, að minnsta kosti meðan verkfallið strendur yfir.
Annars sýnist manni að sé óvenju lítil bílaumferð í borginni þessa dagana, hvort sem það er vegna samdráttar í efnahagslífinu, árstímans og tíðarfarsins eða verkfalla. Allt annað en var í bílateppunum stóru síðastliðið haust.