fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Ólína segir fyrrverandi þingmenn vera útskúfaða af vinnumarkaði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. febrúar 2020 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst ekki að þingmennskan eigi að vera ævistarf. Tvö til þrjú kjörtímabil eru alveg nóg. Vandinn er hins vegar sá að fólk þarf að geta átt endurkomu í samfélagið. Það er ekki þannig á Íslandi því svo virðist sem menn verði vanhelgir af að sitja á Alþingi Íslendinga. Fólk fær ekki vinnu. Erlendis eru fyrrverandi þingmenn eftirsóttur starfskraftur, bæði í einka- og opinbera geiranum, sem stjórnendur eða ráðgjafar. Það er eitthvað allt annað í gangi hér sem veldur því að þegar fólk kemst inn á þing þá hangir það eins og hundar á roði, enda hafa margir ekki að neinu að hverfa eftir þingmennsku.“

Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir í helgarviðtali við Fréttablaðið. Ólína gerði fyrir skömmu samkomulag við ríkið um bótagreiðslur eftir að úrskurðað hafði verið að gengið hefði verið framhjá henni með óréttmætum hætti við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Við hvetjum alla til að lesa þetta ágæta viðtal en staðmænumst við áhugaverð ummæli Ólínu um líf þingmannsins og ekki síst framhaldslífið á vinnumarkaði. Eins og að ofan getur segir Ólína að þingmenn eigi vart afturkvæmt á vinnumarkaðinn eftir þingsetu, sem sé afar óæskilegt, því ekki sé gott að gera þingmennsku að ævistarfi. Hún segir jafnframt um þingmannsstarfið:

„Þingmaður nýtur engrar friðhelgi. Hann er í vinnunni alla daga, öll kvöld, alla frídaga. Á mínum tíma voru launin ekki í neinu samræmi við álagið. Þingmaður sem sinnir sínu starfi vel er þræll í þágu þjóðar.“

Ólína bendir á að ef þingmenn ættu í vændum betri viðbrögð vinnumarkaðarins myndu þeir ekki vera eins þaulsetnir á þingi og raun ber vitni og minna yrði um hrossakaup varðandi stöðuveitingar fyrir fráfarandi þingmenn. Hún segir: „Flokkarnir að koma sínum mönnum á alla pósta og líta á það sem sitt hlutverk að stoppa annarra flokka fólk í því að nýta krafta sína og hæfileika. Þetta er skaðlegt fyrir samfélagsheildina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“