fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Fyrsta átrúnaðargoð mitt, Óli Alexander – 100 ár frá fæðingu Anne-Cath Vestly

Egill Helgason
Laugardaginn 15. febrúar 2020 18:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn áhrifamesti rithöfundurinn þegar ég var að alast upp er 100 ára í dag, 15. febrúar – það er að segja hundrað ár eru liðin frá fæðingu norska höfundarins Anne-Cath Vestly, hún lést 2008.

Bækur Anne-Cath Vestly voru gríðarmikið lesnar á Íslandi á sjöunda áratugnum. Þá var hún örugglega frægari hér en norræn samtímakona hennar Astrid Lindgren. Hennar tími kom aðeins síðar. Fyrst komu bækurnar um Óla Alexander, flokkurinn sem hófst bókinni Mamma, pabbi, börn og bíll, en þar sem aðalpersónurnar voru amma og átta börn, og svo bækurnar um Áróru.

Þá er fátt eitt talið, því Anne Cath-Vestly var feikilega afkastamikil. Höfundarferill hennar spannar frá 1953, þegar Óli Alexander fílíbomm bomm bomm kom út, og til 2004. Sumar bækur hennar var kvikmyndaðar, og í tveimur þeirra lék hún sjálf hina uppátektarsömu ömmu – persónuna sem hún skóp í einum af bókaflokkum sínum.

Þau áttu reyndar samleið tveir af vinsælustu barnahöfundum á Íslandi á þessum tíma, Anne-Cath Vestly og Torbjörn Egner. Þau störfuðu saman í barnatímum norska útvarpsins og reyndar urðu margar sögur Vestly sem rötuðu síðar á bók til í útvarpinu. Flutningurinn í útvarpi þótti frábær og náði til norskra barna. Vestly fékk ótal heiðursverðlaun og viðurkenningar á ævi sinni. Torgið fyrir framan nýtt aðalbókasafn í Osló sem brátt verður opnað mun heita eftir henni.

 

 

Ég er einn af þeim sem er alinn upp við að lesa bækur Anne-Cath Vestly. Maður vissi reyndar ekki mikið um hana, en þekkti sögupersónurnar hennar þeim mun betur. Óli Alexander er eitt fyrsta átrúnaðargoð mitt, svo einfalt er það. Systir mín las svo bækur eftir hana sem komu seinna út. Það er eitt einkenni á bókum Vestly að flest fólkið í þeim er ljómandi gott, það getur verið smá skrítið eða gallað, en í grunninn er það vingjarnlegt og vill vel. Tilfinningin sem ég hef af bókum hennar, hafandi lesið þær fyrir löngu síðan, er að þær hafi veitt manni öryggi og vellíðan.

Þetta staðfestist aðeins í viðtali sem Hávar Sigurjónsson tók við Anne-Cath Vestly og birtist í Morgunblaðinu 1988. Þar talar hún um að þurfi að bera virðingu fyrir börnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar