fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Eigandi Herrahússins sendir Degi skýr skilaboð – „Fólki finnst frábært að þurfa ekki að fara niður á Laugaveg“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. febrúar 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi Herrahússins, Sverrir Bergmann, ritar opið bréf til borgarstjóra í Morgunblaðið í dag þar sem hann lýsir því hvers vegna hann kaus að flytja verslun sína frá Laugavegi og upp í Ármúla:

„Ég neyddist til þess að loka verslun minni, Herrahúsinu, á Laugavegi 47, hinn 24. febrúar 2019 og flytja hana í annan borgarhluta. Ástæða lokunarinnar var heft aðgengi að götunni, endalausar lokanir vegna byggingaframkvæmda og síðast en ekki síst sú ákvörðun ykkar sem skipið meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að loka fyrir alla bílaumferð um Laugaveginn, allt árið um kring,“ skrifar Sverrir í bréfi sínu til borgarstjóra.

Sverrir segir að þetta hafi verið stór ákvörðun því verslunin hafi starfað í póstnúmeri 101 samfellt frá árinu 1965. Sverrir segir:

„Hvernig dettur mönnum í hug að hægt sé að reka herrafataverslun við lokaða götu á Íslandi, allt árið um kring, í þeirri veðráttu sem hér er? Það er ekki hægt að bera saman veðráttuna hér og t.d. í Kaupmannahöfn, því hér er hún svo miklu verri. Hvaða veruleikafirring er í gangi?“

Sverrir segir að umsnúningur hafi orðið í rekstri verslunarinnar eftir flutninginn frá Laugavegi upp í Ármúla. Veltuaukningin á síðasta ári hafi verið 55%. Ástæðan sé augljós:

„Ánægja viðskiptavina minna er ósvikin. Fólki finnst frábært að þurfa ekki að fara niður á Laugaveg.“

Í lok greinar sinnar þakkar Sverrir Degi borgarstjóra fyrir að hafa hrakið sig af Laugaveginum. Það sé það besta sem hafi hent hann á viðskiptasviðinu í mörg ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi