fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Eyjan

Sviðsstjóri Reykjavíkurborgar segist ósammála skýrslunni um lögbrotin

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 18:49

Bragginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því fyrr í dag að starfsmenn Reykjavíkurborgar hafi gerst brotlegir við lög um skjalavörslu og skjalastjórn í meðhöndlun þeirra á gögnum um braggamálið. Þetta kom fram í niðurstöðu frumkvæðisathugunar Borgarskjalasafns Reykjavíkur, hvers efni var rætt á fundi borgarráðs í dag. Hringbraut greindi fyrst frá málinu í dag og nú hefur miðillinn greint frá því að Reykjavíkurborg muni ekki kæra þessi brot á lögunum.

Óskar Jörgen Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, staðfesti þetta í samtali við Hringbraut en Borgarskjalasafn Reykjavíkur fellur undir hans svið. Óskar segist vera ósammála skýrslu Borgarskjalasafnsins um að lögbrot hafi átt sér stað þar sem sum gagnanna voru rúmlega 5 ára gömul þegar þau voru færð inn í gagnageymslukerfi borgarinnar.

„Þetta er bara viðtekið vinnulag, ekkert bara í þessu máli,“ segir Óskar. „Ég er ekkert að verja það, það hefði náttúrulega verið betri vinnubrögð að færa þessi skjöl reglulega inn. En það sem ég er að segja að þetta er ekkert óvenjulegt eða sérstakt í þessu sambandi.“

„Ef menn vilja túlka þetta sem lögbrot, ég held að það sé nú bent á það í skýrslunni að bæði Þjóðskjalasafn hafi gert sambærilegar athugasemdir út af starfsháttum hjá ríkinu og Borgarskjalasafn hafi svo sem gert þetta áður í svona úttektum hérna“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún: Ekki að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk – bara minna á fyrir hvað hann hefur alltaf staðið

Þórdís Kolbrún: Ekki að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk – bara minna á fyrir hvað hann hefur alltaf staðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?