Ráðningarferlið hjá RÚV vegna nýs útvarpsstjóra hefur kostað stofnunina 2.554.254 krónur hingað til, samkvæmt frétt Vísis.
Þar af er kostnaður Capacent, sem sá um ráðningarferlið, tæplega 1.6 milljón. Hinsvegar gæti bæst við kostnaðinn þar sem ráðning Stefáns verður mögulega kærð til kærunefndar jafnréttismála, en bótagreiðslur hins opinbera vegna mannaráðninga hafa verið kostnaðarsamar fyrir skattgreiðendur undanfarið.
Hefur Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður VG sagst íhuga að kæra ráðningu Stefáns og Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og útgefandi Fréttablaðsins, hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Stefáns. Þeirri beiðni var hinsvegar synjað.