Sem kunnugt er þá er rekstur álversins í Straumsvík hætt kominn og veltur framtíð fyrirtækisins á því að ná hagstæðari raforkuverðssamningi við Landsvirkjun, að sögn Rannveigar Rist, forstjóra ISAL.
Í tilkynningu frá ISAL segir að allir möguleikar séu skoðaðir, þar á meðal að hætta allri starfsemi í Straumsvík.
Netverjar eru þegar byrjaðir að spá í og grínast með hvað hægt væri að gera við hið gríðarstóra svæði sem um ræðir.
Örn Arnarson birtir mynd af álverinu og segir á Twitter:
Straumsvík-Mathöll? pic.twitter.com/p9o6PTkUHX
— Örn Arnarson (@arnarvarp) February 12, 2020