fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Eyjan

Bjarni harðneitar því að vera getulaus – „Bara svo allir séu með það alveg á hreinu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 13:20

Bjarni Benediktsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ferðast hringinn í kring um landið í kjördæmavikunni sem nú stendur yfir, líkt og aðrir flokkar.

Birta þingmenn flokksins myndir og myndbönd úr ferðinni á samfélagsmiðlum. Þar má sjá ræðu frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni flokksins, frá 6. febrúar er hringferðin hófst í miðbæ Reykjavíkur og Hringbraut greinir frá.

Áhyggjur af lágri fæðingartíðni

Þar ræðir Bjarni Benediktsson um þann vanda sem blasir við vegna lágrar fæðingatíðni hér á landi, sem leiði til þess að heilbrigðiskerfið muni glíma við aukið álag vegna öldrunar þjóðarinnar.

„Við erum að sjá á næstu örfáu árum mjög stórar kynslóðir sem eru fæddar fyrir 1960 koma á lífeyrisaldur. Hugsið ykkur þetta, á næstu fimm árum munu þeir sem eru 67 ára og eldri fjölga um 25 prósent. Það eru 10 þúsund manns sem bætast við sem lífeyrisþegar,“

sagði Bjarni.

Getur ekki meir. Eða sko…

Hann nefndi að hann sjálfur hefði lagt sitt af mörkum til að halda uppi fæðingartíðninni:

„Ég er nú búinn að reyna að gera mitt í þeim efnum, en ég get ekki meir. Nú er ég orðinn fimmtugur og þetta er komið ágætt hjá mér.“

Bjarni hugsaði sig síðan aðeins um og bætti við:

„Eða ég get meir, bara svo það sé á hreinu. Bara svo allir séu með það alveg á hreinu,“

sagði Bjarni og uppskar mikil hlátrasköll.

Árið 2018 var frjósemin 1,7 barn á ævi hverrar konu og er það mun lægra hlutfall en undanfarin ár. Hlutfallið á Íslandi hefur löngum verið hærra en í nágrannalöndunum, en er núna á pari. Miðað er við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum