fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Gunnar er læknir á Landspítalanum – „Mér finnst þetta mjög mikilvæg spurning“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í núverandi ástandi á Landspítalanum líður fólk miklar kvalir og deyr jafnvel vegna vangetu Landspítalans að taka við sjúklingum frá bráðamóttökunni. Ef þessi breyting er möguleg verður að koma henni sem fyrst í framkvæmd því það er um velferð meðborgara okkar að ræða og jafnvel um líf þeirra,“

skrifar Gunnar Skúli Ármannsson, læknir á Landspítalanum í Fossvogi, í Morgunblaðið í dag hvar hann fjallar um vanda Landspítalans.

Stóra spurningin

Breytingin sem hann fjallar um er sú sem Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, setti fram í grein, um að sem mest af skipulagðri starfsemi spítalans, valaðgerðir á borð við liðskiptiaðgerðir, yrðu færðar til einkaaðila:

„Stóra spurningin í mínum huga er, getur það verið að hægt sé að flytja þessa starfsemi frá Landspítalanum með mjög skömmum fyrirvara og leysa þannig vanda Landspítalans svo til strax,“

spyr Gunnar Skúli.

Pólitíkin þvælist fyrir

Hann segir stjórnmálamennina vera helsta vandamálið þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hvar pólitískur réttrúnaður ráði ríkjum:

„Í raun er það skelfilegt að horfa upp á refskák stjórnmálanna þar sem eldri borgarar með beinbrot eða fjölþætt vandamál eru fórnarlömb átakanna. Til þess að talsmenn einkaframtaksins nái fram vilja sínum er hið opinbera kerfi svelt. Svo er annar hópur jafn sanntrúaður sem vill kæfa einkaframtakið samtímis og hið opinbera kerfi er svelt. Það virðist sem pólitískur rétttrúnaður skapi meiri vanlíðan fyrir eldri borgara okkar með beinbrot eða þá sem liggja fastir á bráðamóttökunni með fjölþætt vandamál en margt annað í heilbrigðiskerfi okkar,“

segir Gunnar og nefnir að aldraðir skattgreiðendur hafi ekki átt von á slíkum móttökum frá velferðarkerfinu sem þeir tóku þátt í að byggja upp.

Lausnin er ljós – Hvað tefur ?

Gunnar segir að stjórnmálamenn verði að brjóta odd af oflæti sínu og gera það sem rétt er og virðist beina orðum sínum að heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, sem hefur frekar viljað senda sjúklinga til Svíþjóðar í liðskiptiaðgerðir, fyrir þrefaldan kostnað, í stað þess að semja við einkaaðila:

„Ef hægt er að létta núna á Landspítalanum með því að flytja valaðgerðir til einkaaðila þannig að eldri einstaklingar þurfi ekki að þjást í 30 til 50 klst. með beinendana að nuddast saman á bráðamóttökunni þá verðum við að fara þá leið algjörlega án tillits til pólitískra skoðana. Bráðveikir sjúklingar Landspítalans verða að fá lausn sinna mála núna, það er það eina sem skiptir máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar