fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Eyjan

Björgólfur um dóminn yfir Arngrími í Namibíu – „Þetta skapar ný tækifæri“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherji segist ætla að uppfylla allar sínar skyldur í Namibíu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. Kemur hún í kjölfar frétta af skipum Samherja þar ytra og óánægðum skipsverjum þeirra sem segjast í óvissu vegna uppsagna í kjölfar þess að Samherji sé að hætta veiðum í Namibíu.

Starfandi forstjóri Samherja, Björgólfur Jóhannsson, segir dóminn yfir Arngrími Brynjólfssyni, skipstjóra Heinaste í gær ánægjulegan, þar sem málið hafi verið leitt til lykta, en hann var dæmdur til að greiða um 8 milljónir króna í sekt, ella sæta 12 ára fangelsisvist. Segir Björgólfur að málið skapi ný tækifæri fyrir Samherja, en Heinaste verður leigður út til útgerðar í Namibíu og ætlar Samherji að reyna sitt ýtrasta til að sjá skipsverjum fyrir áframhaldandi vinnu og uppfylla allar sínar skyldur gegn þeim.

Tilkynningin er svohljóðandi:

Samherji hefur um nokkra hríð unnið að því að draga úr starfsemi sinni í Namibíu með það fyrir augum að hætta rekstri í landinu. Nú er svo komið að samstæðan hefur óverulegra hagsmuna að gæta í landinu miðað við umfang starfseminnar áður. Af þeim þremur skipum sem hafa stundar veiðar í namibískri lögsögu undanfarið ár, Geysir, Heinaste og Saga, er aðeins eitt eftir í Namibíu og er þar um að ræða verksmiðjutogarann Heinaste.

„Það er mjög ánægjulegt að mál vegna skipsins Heinaste og skipstjóra þess var leitt til lykta fyrir dómi í Namibíu á miðvikudag. Þetta skapar ný tækifæri í rekstri skipsins og við viljum að þau verði nýtt í Namibíu,“

segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.

Samherji vinnur nú að því að gera Heinaste út í Namibíu og er unnið að því að finna viðeigandi lausnir í samráði við namibísk stjórnvöld. Að minnsta kosti tímabundið verður þetta fólgið í leigu á Heinaste til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu. Samherji leggur ríka áherslu á að finna lausnir sem henta namibískum áhafnarmeðlimum skipsins, namibísku samfélagi og minnihlutaeigendum eignarhaldsfélags Heinaste.

Skipið Saga er sem stendur á leið í slipp vegna tímabærs viðhalds og lagfæringa sem höfðu staðið til lengi. Geysir er sem stendur við veiðar í Máritaníu þar sem ekkert af dótturfyrirtækjum Samherja fékk úthlutað kvóta fyrir skipið í Namibíu.

Áður en Samherjasamstæðan mun alfarið hætta starfsemi í Namibíu munu dótturfyrirtæki samstæðunnar í landinu uppfylla allar skyldur gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir þessi fyrirtæki. Fulltrúar Samherja hafa fundað með þeim sjómönnum sem eiga í hlut og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Samherji mun leitast við að veita eins mörgum þeirra áframhaldandi vinnu og mögulegt er. Þá einkum þeim sem tengjast Heinaste.

„Eins og áður hefur komið fram munu fyrirtækin sem um ræðir standa við skuldbindingar sínar gagnvart öllum starfsmönnum í samræmi við gildandi lög og reglur,“ segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.

Undanfarið ár hefur Samherji unnið fullnaðarsigur fyrir namibískum dómstólum í deilumálum gagnvart þarlendum samningsaðilum samstæðunnar. Undanfarna mánuði hafa sumir þessara aðila reynt að notfæra sér ásakanir á hendur Samherja í áróðursskyni til framdráttar sínum málstað. Í tengslum við slíka herferð hefur röngum upplýsingum verið dreift um eðli starfsemi Samherja í landinu. Samherjasamstæðan hyggst ekki leiða ágreining um slíkt til lykta á opinberum vettvangi og mun gæta hagsmuna sinna vegna samningsbundinna atriða eftir þar til bærum leiðum. Það er mat Samherja að samstæðan hafi staðið við, eða sé við það að standa við, allar skuldbindingar sínar í Namibíu.

Allar ákvarðanir, sem tengjast því að Samherji er að hætta rekstri í Namibíu, verða teknar í nánu samráði við þar til bær stjórnvöld. Greint verður opinberlega frá framvindu málsins jafnóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“