Stoðtækjafyrirtækið ÖSsur skilaði hagnaði upp á 69 milljónir bandaríkjadala á síðasta ári, eða um 8.5 milljarða króna. Það er nokkuð minni hagnaður en í fyrra, þegar fyrirtækið hagnaðist um 80 milljónir bandaríkjadala, eða um 10 milljarða króna.
Skuldir jukust um 38.7% og fóru úr 376 milljónum dala í tæpa 522 milljónir dala, en eigið fé jókst um 5.8% úr 537.5 milljónum dala í 569 milljónir dala.
Þetta kemur fram í ársskýrslu Össurar sem birt er á vef Kauphallarinnar.
Stjórn Össurar mun leggja til að 1.2 milljarðar verði greiddir út sem arður.
„Hátæknivörur seldust vel, þar á meðal nýi gervigreindarökklinn PROPRIO og nýja slitgigtarspelkan Unloader One X. Einnig náðist góður árangur í ytri vaxtarstefnu félagsins þar sem þrjú fyrirtæki voru keypt á síðasta ári og skrifað var undir samning um að kaupa stoðtækjaframleiðandann College Park Industries,“
segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.