fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Leitin að loðnunni – Landsbyggðin tapar milljörðum við aflabrest – Stuðlar að hagvexti finnist hún

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loðna hefur lengi verið einn af mikilvægustu fiskistofnum landsins. Árin 2016-18 nam útflutningsverðmæti loðnu að meðaltali um 18 ma.kr. Aðeins útflutningsverðmæti þorsks var hærra, eða 95 ma.kr. Árið 2019 var engin loðna veidd en útflutningsverðmæti birgða nam ríflega 8 ma.kr.

Enn hefur loðna ekki fundist í nægilegu magni til að veiðar verði leyfðar á nýju ári. Frekari loðnuleit verður í febrúar. Vonir standa til að loðna finnist en árið 2017 var kvótinn margfaldaður í kjölfar leitarleiðangurs í febrúar.

Greint er frá því á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins að sambærileg loðnuvertíð og árin 2016-18 myndi skila um 0,5 prósentum hærri hagvexti í ár en ella.

Þær hagspár sem liggja til grundvallar fjárlögum 2020 gera ráð fyrir lítilli loðnuveiði. Verði aflabrestur má búast við að hagvaxtarhorfur gætu versnað um allt að 0,2-0,3% að öðru óbreyttu.

Talsverð staðbundin áhrif

Aukin fjölbreytni útflutningsvega og vöxtur hagkerfisins undanfarin ár og áratugi gera það að verkum að aflabrestur í loðnu hefur ekki sömu þýðingu í þjóðhagslegu samhengi og áður. Tekjur af loðnu dreifast hins vegar á fá fyrirtæki og sveitarfélög. Af því leiðir að aflabrestur getur haft talsverð staðbundin áhrif. Á það t.d. við í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum en skip með skráða heimahöfn í þessum sveitarfélögum eiga meira en helming aflaheimilda í loðnu.

Ef gengið er út frá þeirri grófu nálgun að útflutningstekjur dreifist á byggðarlög í réttu hlutfalli við aflahlutdeild þá sést að tæplega 6 ma.kr. útflutningstekjur af loðnu má rekja til Vestmannaeyja og tæplega 5 ma.kr. til Fjarðabyggðar. Í þessu samhengi skiptir stærð sveitarfélags einnig máli því stærri sveitarfélög reiða sig gjarnan á fleiri atvinnugreinar en þau smærri og eru þar af leiðandi viðkvæmari fyrir sveiflum í afkomu greinanna. Á myndinni að neðan til hægri hefur útflutningsverðmæti loðnu verið deilt í tekjur sveitarfélaganna og sést þá mikilvægi veiðanna fyrir Vopnafjörð og Grenivík.

Umrædd sveitarfélög reiða sig þó á fleira en loðnuveiðar. Mörg þeirra eru t.a.m. umsvifamikil í makrílveiðum, en Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að hámarksafli í makríl árið 2020 verði 922 þúsund tonn, sem er 20% aukning frá fyrra ári. Mikil sókn sjókvíaeldis vinnur einnig að einhverju leyti upp á móti aflabresti í loðnu á Austfjörðum. Áætlað er að útflutningsverðmæti eldisfisks hafi u.þ.b. tvöfaldast árið 2019 og numið um 25 mö.kr. Það er þar með orðið hærra en útflutningsverðmæti loðnu á undanförnum árum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu