fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Hörður segir fræðimenn þegja af ótta við Sólveigu – „Ráðast á fólk og nafngreindar persónur“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. febrúar 2020 14:30

Hörður Ægisson og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Þau eru yfirleitt á öndverðum meiði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun, en hann er einn þeirra sem gagnrýna aðferðafræði Eflingar í kjarabaráttu sinni og hefur tekið margar rimmur við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar.

Hörður nefndi að Efling hjólaði gjarnan í manninn en ekki í boltann og að málflutningur Eflingar einkenndist af árásagirni þar sem óvinurinn væri sagður hluti af forréttindahópi og því ómarktækur, sem væri ekki gagnleg umræða.

Þá sagði Hörður að sökum þessa væri erfitt fyrir hann sem blaðamann að fá álit sérfræðinga í háskólanum til þess að tjá sig um kjaramál almennt í fréttum:

„Mér finnst Efling skera sig algerlega úr. Það er oft ótrúlegt að fylgjast með málflutningi þeirra hvernig þau ráðast á fólk og nafngreindar persónur. Maður finnur að það er oft erfitt að fá fólk, til dæmis í aðdraganda umfjöllunar þegar við erum að leita til fræðimanna í háskólanum og annað, hvort þeir vilji tjá sig, ekki beint um kröfugerð Eflingar heldur í stærra samhengi, en menn vilja ekki taka þann slag, menn vilja ekki stíga fram og gagnrýna þau,“

segir Hörður og jánkar því þegar hann er spurður hvort það sé af ótta við afleiðingarnar.

Þetta er það sama og hann nefndi í leiðara Fréttablaðsins í síðustu viku, er hann sagði Eflingu hafa náð að taka sér dagskrárvaldið í umræðunni með snjöllum hætti og að fjölmiðlar spiluðu með, mögulega af „ótta“ við viðbrögðin hjá Sólveigu Önnu og félögum:

„Það sama á við um háskólamenn sem veigra sér margir við því að stíga fram og útskýra, sem þeir ættu að gera þekkingar sinnar vegna og í raun skyldu, afleiðingarnar fyrir vinnumarkaðinn ef orðið verður við kröfum Eflingar. Á meðan spilar meirihluti stjórnmálamanna á stundarvinsældir.“

Tilheyrir ekki elítunni

Sem fyrr segir nefndi Hörður að Efling setji þann stimpil á þá sem ekki séu þeim sammála, að þeir tilheyri forréttindaelítu sem þurfi ekki að hafa þær fjárhagsáhyggjur sem fólkið í Eflingu þurfi að hafa.

Hörður var spurður að því hvort hann tilheyrði slíkri elítu:

„Ég hef hingað til ekki talið mig það. Ég veit ekki hverjir skilgreinast sem slík elíta, ég er bara alinn upp á Akranesi af sjúkraliða og vélvirkja á mjög lélegum launum á þeim tíma og gegndi venjulegri skólagöngu. Ég frábið mér að vera settur í slíkan hóp,“

sagði Hörður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!