fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Eyjan

Sjö ára afmælisstrákur sem vísa á úr landi

Egill Helgason
Laugardaginn 1. febrúar 2020 19:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni finnst að við Íslendingar eigum ekki sem þjóð, og ekki stjórnvöld okkar, að hafa á samviskunni að hafa rekið þennan sjö ára dreng, Muhammeds Zohair Faisal, úr landi. Hann hefur búið á Íslandi í tvö ár, af honum fer sérlega gott orð sem námsmanni og skólafélaga, en til ættlands síns, Pakistan, hefur hann aldrei komið enda fluttu foreldrar hans þaðan fyrir tíu árum.

Til stendur að vísa Muhammed og fjölskyldu hans úr landi á mánudaginn. Í gangi er undirskriftasöfnun til að fá þessari ákvörðun breytt, henni fylgir þessi texti:

„Muhammed er einstaklega heillandi strákur, brosmildur, hlýr og lífsglaður. Hér hefur Muhammed búið í meira en tvö ár og tengst samfélaginu sterkum böndum. Hann er búinn að eignast marga vini, leikskólafélaga á Dvergasteini og skólafélaga í Vesturbæjarskóla og Skýjaborgum. Hann talar lýtalausa íslensku, er frábær námsmaður svo eftir er tekið og hefur tekist að bræða hjörtu allra þeirra sem hafa kynnst honum.

Barnasáttmálinn kveður á um að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang í ákvörðunum stjórnvalda. Það felur meðal annars í sér að tryggja líf barns, þroska og öryggi, óháð lagalegri stöðu eða athafna foreldra hans eða hennar.

Þegar málsmeðferð ungs barns hefur staðið yfir í  rúmlega tvö ár bera stjórnvöld ríkar skyldur gagnvart barninu, sem dvalið hefur hér stóran hluta ævi sinnar og aldrei séð heimaland foreldranna. Íslensk stjórnvöld hafa gefið það út að Ísland skuli verða besta land í heimi fyrir börn. Sýnum það í verki.“

Þess má svo geta að Muhammed á 7 ára afmæli í dag – nú þegar brottvísunin vofir yfir. Kristján Guy Burgess skrifar, en dóttir hans er í sama bekk og Muhammed litli:

„Hér hafa þau verið í meira en tvö ár og á þeim tíma hefur hann eignast ótrúlega marga vini og brætt hjörtu allra sem hann hefur kynnst. Enda er hann alveg sérstakur strákur. Hann er sá sem hin börnin tala mest um. Hann er bestur í reikningi, reiknar dæmi fyrir 12 ára börn. Hann talar betri íslensku en flestir hinir krakkarnir og hann man alla afmælisdaga krakkanna og starfsfólksins, en svo er hann bara alveg einstaklega ljúfur strákur.

Strákur sem allir vilja hafa nálægt sér. En ekki Ísland. Hann er ekki nógu góður fyrir okkur, passar ekki inn í excelskjalið um hverjir séu velkomnir að búa hér. Þá skulum við senda hann alla leið til Pakistan, þangað sem hann hefur aldrei komið og foreldrar hans ekki frá því þau flúðu þaðan fyrir 10 árum þegar móðurinni sem þá var 18 ára, var ætlað að giftast eldri manni sem hún vildi ekki.“

(Viðbót, 2. febrúar. Ljósmyndin hér að ofan birtist á mbl.is í dag. Hún sýnir áhyggjulausa og hamingjusama drengi á góðum degi. Muhammed er sá til vinstri á myndinni. Það er gaman að borða stóran ís með vini sinum. Áskorunina er að finna hérna.)

Svo bæti ég líka við því sem Þórunn Sigurðardóttir skrifar á Facebook:

„Eitt er nú andstyggilegheitin gagnvart þessu barni og fjölskyldu hans. Það er aðalatriðið, en það skiptir líka máli að börnin sem eru með honum í skólanum séu ekki útsett fyrir að barn út bekknum sé bara tekið frá þeim án nokkurrar ástæðu. Það er ómanneskjulegt – hvaða tilfinningu skyldi það ala gegn samfélaginu hjá þessum börnum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?