fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

BREXIT brestur á í kvöld – Sjáðu hvar Ísland stendur gagnvart Bretlandi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 31. janúar 2020 17:00

Áhrifa Brexit mun gæta hér á landi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld, 31. janúar 2020 kl. 23:00 GMT, gengur Bretland formlega úr Evrópusambandinu. Hefur utanríkisráðuneytið birt nokkra punkta um stöðu mála er varða Ísland í því ferli gagnvart Bretlandi.

  • Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa undirritað samning við Bretland vegna útgöngu þess úr ESB og þar með úr EES.
  • Samningurinn tryggir m.a. réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi og Breta sem búa hér á landi ásamt öðrum úrlausnarefnum.
  • Þegar Bretland gengur úr ESB verða þó engar breytingar á sambandi okkar við Bretland fyrst um sinn þar sem aðlögunartímabil tekur gildi til loka árs 2020.
  • Lög um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu tryggja að samningurinn geti tekið gildi á Íslandi og lögfestir auk þess aðlögunartímabilið.
  • Ísland mun hefja samningaviðræður við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna fljótlega eftir útgöngu og samhliða viðræðum Bretlands og ESB.
  • Almennt stefna Ísland og Bretland á að viðhalda nánu og góðu framtíðarsambandi og nýta best þau tækifæri sem kunna að skapast.
  • Í megindráttum lúta samningsmarkmið Íslands að því að tryggja markaðsaðgang fyrir vörur og þjónustu, fjárfestingar, búsetu- og atvinnuréttindi, rétt til námsdvalar og loftferðir svo fátt eitt sé nefnt.
  • Verið er að skoða hvort EFTA-ríkin innan EES (Ísland, Noregur og Liechtenstein) semji við Bretland í sameiningu a.m.k. á sviðum þar sem hagsmunir ríkjanna fara saman.
  • Gert er ráð fyrir að viðræður um framtíðarsamband fari fram á aðlögunartímabilinu og markmiðið er að ná sem hagstæðustu samningum við Bretland áður en því lýkur sem verður að öllum líkindum í lok þessa árs nema Bretland óski eftir framlengingu.
  • Sá möguleiki er fyrir hendi að aðlögunartímabilinu ljúki áður en framtíðarsamningur hefur tekið gildi. Komi til þess munu samningar sem þegar hafa verið gerðir við Bretland vegna undirbúnings fyrir hugsanlega útgöngu Bretlands úr ESB án samnings geta tryggt kjarnahagsmuni Íslands á sviði vöruviðskipta og loftferða þar til viðræðum um víðtækari framtíðarsamning er lokið.
  • Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leggur áfram mikla áherslu á gott samstarf og náið samráð við atvinnulífið og aðra hagsmunaaðila þegar kemur að framtíðarsamningum við Bretland.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna