fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Sólveig Anna heimtar 400 þúsund króna desemberuppbót – „Er stelpan kolrugluð?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur gengið í kjarasamningaviðræðum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar, en um 1800 félagsmenn Eflingar stéttarfélags vinna hjá Reykjavíkurborg. Hafa viðræður staðið í hátt í eitt ár, án árangurs og sakar Efling samninganefnd höfuðborgarinnar um að hafa lekið kröfum Eflingar til fjölmiðla, með því markmiði að niðurlægja Eflingu. Lekinn sé bæði trúnaðarbrot og lögbrot.

Sleit Efling viðræðunum og segist aðeins ætla að semja fyrir opnum dyrum og skorar á borgarstjóra til að taka beinan þátt, enda sé hann ábyrgur þegar öllu sé á botninn hvolft.

Í dag verður síðan atkvæðagreiðsla hjá Eflingu um hvort farið verði í verkfall í byrjun febrúar.

Vegleg desemberuppbót

Meðal þeirra upplýsinga sem Efling sakar samninganefnd Reykjavíkurborgar um að hafa lekið er krafa Eflingar um 400 þúsund króna desember uppbót.

Þær upplýsingar eru þó ekki ýktar, villandi né rangar, því Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, staðfesti þá tölu í fréttum Stöðvar 2 í gær og sagði borgina skulda Eflingu fyrir mögru árin:

„Þegar við leggjum fram þetta tilboð þá ítreka ég það að við gerum þetta í fullri alvöru. Þessi jólabónus hann hefur þá náð athygli fólks, það er bara gott. Já, við leggjum fram kröfu um þetta. Það eru margar ástæður fyrir því, margar sögulegar ástæður. Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur fyrir öll hin hrikalegu mögru og erfiðu ár þar sem við höfum verið látin axla niðurskurð, algjörlega óbærileg launakjör og svo framvegis. En tilboð okkar er engu að síður byggt á þessum svokallaða lífskjarasamningi, jafnframt bara farið fram á algjörlega sanngjarna leiðréttingu. En við munum kynna þetta allt á miðvikudaginn og ég hvet bara fólk til þess að fylgjast með því.“

Þess má geta að desemberuppbót Eflingar hjá Reykjavíkurborg er 97.100 krónur, og því ljóst að krafan um 400 þúsund er nokkuð umfram það sem verið hefur, eða um 300% aukning. Kostnaður Reykjavíkurborgar við desemberuppbótina yrði því um 720 milljónir á ári, ef krafan yrði samþykkt.

Desemberuppbót hinna félagana í SGS  sem þegar hafa samið við borgina, verður á þessu ári um 120 þúsund krónur.

Raunhæf krafa?

Þessi krafa Eflingar hefur vakið mikil viðbrögð á samskiptamiðlum og sitt sýnist hverjum:

„Er stelpan kolrugluð, eða er hún hinn frelsandi engill launþeganna? Ættum við eldri borgarar kannski að fá hana til að leiðrétta okkar kjör? Ég greiddi í lífeyrissjóði frá því þeir urðu til og þess vegna fékk ég aðeins greiddar 60.000 krónur í lífeyri frá Tryggingastofnun Ríkisins í desember. Þar er passað grannt uppá að ég hafi aldrei meira en 300.000 krónur til að lifa af. 400.000 í desemberuppbót? Ja maður,“

segir Ragnar nokkur.

Þá fær Sólveig stuðning Þórs nokkurs:

„Loksins kemur einhver sem þorir að mæta valdi hinna efnameiri! Verkafólki er sýnd mannfyrirlitning og það er fyrir löngu löngu orðið norm… „Grimmdin ofanfrá og niður…“

„Hún er frábær. Það þýðir ekkert nema hörkuna á þetta lið,“

segir Sævar nokkur um Sólveigu.

Ekki eru þó allir sammála því að þessi krafa sé skynsamleg:

„Hvaðan eiga peningarnir að koma,þeir vaxa ekki á trjánum. Kolrugluð þessi Anna,“

segir Þórunn nokkur á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”