fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Prófessor í þroskasálfræði barna: „Nei, mér finnst ekki komið nóg af umræðu um leikskólamál!“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. janúar 2020 09:59

Steinunn Gestsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og fjallað hefur verið um ætlar Reykjavíkurborg að stytta opnunartíma leikskóla barna, á þeim forsendum að síðasti hálftíminn, frá 16.30 til 17, sé ekkert nýttur, eða í rúmlega helming tilfella. Styttist því opnunartíminn sem þessu nemur, við misjafnar undirtektir foreldra.

Einnig er vísað til þess að samkvæmt þeim faghópi sem unnið hafi að þessum tillögum, muni þetta ekki aðeins minnka álagið á starfsfólk leikskóla, heldur börnin einnig.

Nú hefur hins vegar verið bent á að slíkar fullyrðingar séu vafasamar.

Veit ekki um neinar rannsóknir

Steinunn Gestsdóttir er prófessor í þroskasálfræði og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við Háskóla Íslands.

Hún hefur unnið að rannsóknum á sjálfstjórnun barna allt frá leikskólaaldri fram á fullorðinsár og hvernig hún tengist farsælli þroskaframvindu. Óhætt er því að segja að Steinunn hafi nokkra þekkingu á málefninu.

Hún telur hinsvegar að lítið sé hæft í þeim fullyrðingum að síðasti hálftíminn í leikskólum fari eitthvað illa í börnin:

„Nei, mér finnst ekki komið nóg af umræðu um leikskólamál!“ segir hún á Facebook:

„Ég veit ekki um neinar rannsóknir sem sýna að 8,5 tímar séu skaðlegri fyrir leikskólabörn en 8,0 tímar, en rannsóknir sýna að þegar að hávaði, lítið pláss og mannekla einkennir leikskóla hefur það neikvæð áhrif á börn og starfsfólk – það ætti að vera fókusinn að tryggja að slíkar aðstæður séu aldrei til staðar í leikskólastarfi,“

segir Steinunn og bendir á að ekki sé vitað á hvaða hópum slík skerðing myndi bitna á:

„Innsýn fagsfólks gefur vissulega ábendingar en er takmörkuð. Þess vegna ætti að safna gögnum um það, ætti ekki að vera flókið.“

Steinunn segir það vafasamt að fullyrða um að fjarvera barna frá foreldrum sé slæm:

„Ég veit aftur á móti um fullt, fullt, fullt af rannsóknum sem sýna að góðir leikskólar hafa jákvæð áhrif á þroska barna, sérstaklega þeirra sem koma frá heimilum sem eru í vanda. Svo við skulum passa að tala ekki eins og að viðvera í burtu frá foreldrum sé augljóslega af hinu illa, það er mjög vond áhersla.“

Byrja smátt

Þá leggur Steinunn til að frekar ætti að prófa styttingu leikskóla sem tilraunaverkefni í fáum skólum til að byrja með:

„Og meta hvort það ber tilætluð áhrif og komi ekki niður á þeim foreldrum/börnum sem standa verst og innleiða svo á fleiri stöðum ef það gefur góða niðurstöðu. Stefnumótun sem byggir á gögnum, gott fólk, er draumur í dós!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“