fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Landvernd styður hugmyndir umhverfisráðherra með „veigamiklum“ fyrirvörum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. janúar 2020 09:12

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Landverndar hefur sent inn umsagnir um drög að frumvörpum umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun. Stjórnin er hliðholl báðum frumvörpum og telur að þau geti styrkt stöðu náttúruverndar í landinu og aukið velsæld víða um land. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Veigamiklir fyrirvarar

En stjórnin gerir einnig veigamikla fyrirvara við fyrirliggjandi drög og sem hún vonar að verðir teknir til greina áður en málið verður lagt fyrir Alþingi. Í megin atriðum eru þessi fyrir varar eftirfarandi:

  • Lagst er eindregið gegn því að ný orkuver eða miðlunarlón verði heimiluð innan þjóðgarðs enda er það ekki í samræmi við náttúruverndarlög eða alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.
  • Stjórnfyrirkomulag Þjóðgarðastofnunar og Hálendisþjóðgarðs er of flókið í fyrirliggjandi drögum og  sveitastjórnir fái óeðlilega mikil yfirráð yfir þeim á kostnað fagfólks.
  • Lagst er eindregið gegn breytingum á 47. gr. náttúruverndarlaga sem eru inn í frumvarpi um Þjóðgarðastofnun þar sem þær munu veikja þá vernd sem þjóðgarðar veita íslenskri náttúru og eru ekki í samræmi við alþjóðleg viðmið.

Sjálfbærni að leiðarljósi

Stjórn Landverndar telur að markmið þjóðgarðs eiga alltaf fyrst og fremst að vera verndun landslags, víðerna, náttúru- og menningarminja og endurheimt raskaðra vistkerfa. En einnig nýting þessa verðmæta náttúruarfs með sjálfbærum hætti.

Sjálfbærni ber skilyrðislaust að hafa að leiðarljósi við hefðbundna nýtingu, eins og veiðar og sauðfjárbeit, innan þjóðarðs á miðhálendinu. Þá vill stjórn Landverndar minna á að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að fjárhagslegur ávinningur sveitarfélaga af friðlýstum svæðum sé verulegur og þau sveitarfélög sem í dag njóta góðs af starfsemi þjóðgarða eru almennt mjög ánægð með samstarfið og því sem það hefur skilað nálægðum byggðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“