Atvinnuleysi mældist 4.2 % í desembermánuði. Það er mesta mælanlega atvinnuleysi síðan 2013,en þá voru 4.5 % án atvinnu. Þetta er tvöföldun á atvinnuleysi ef miðað er við desembermánuð árið 2017, en þá mældist atvinnuleysi 2.2 %. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar og RÚV greinir frá.
Líkt og Eyjan hefur áður greint frá voru aðeins um 2500 störf laus á síðasta ársfjórðungi 2019, samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands og mældist hlutfall lausra starfa um 1.1 %. Fjöldi atvinnulausra er hins vegar um 8.200 manns.
Karlar eru í meirihluta þeirra sem eru án atvinnu, eða 4.600. Konur eru 3.400. Þá eru um 40% atvinnulausra erlendir ríkisborgarar.
Samkvæmt spám Vinnumálastofnunar stefnir í aukið atvinnuleysi í janúar, eða 4.7 %.
Sjá einnig: Um 8000 manns atvinnulausir – Aðeins 2500 laus störf – Segir lífskjarasamninga leiða til frekari uppsagna