fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Það fer ráðherrum ekki vel að vera hrokafullir segir Kolbrún

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 08:00

Kolbrún beinir spjótum sínum að Svandísi Svavarsdóttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er gullvæg regla að fara vel með það sem manni er treyst fyrir. Þessa reglu ættu ráðamenn landsins að festa í hjarta sér þegar þeir taka við embættum sínum. Þannig á ráðherra að láta sér annt um málaflokkinn sem honum er trúað fyrir og gera sér grein fyrir ábyrgð sinni, en ekki umvefja sig hroka og tala niður til fólks mæti hann mótbyr í starfi.“

Svona hefst pistill eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Fréttablaðinu í dag en hann ber heitið Ráðherrahroki. Í pistlinum fjallar Kolbrún um Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og viðbrögð hennar og ummæli um það ástand sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans. Kolbrún segir að Svandís hafi verið sjálfri sér verst á dögunum þegar hún fundaði með læknaráði. Þá var hún spurð hvaða tillögur hún sæi fyrir sér í tengslum við lausn þess neyðarástands sem ríkir á bráðamóttökunni.

„Hún sagði: „Það er töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala þegar koma ályktanir á færibandi sem tala um að þessi stofnun sé nánast hættuleg.“ Svona eiga ráðherrar ekki að tala. Allavega ekki vilji þeir að þjóðin beri virðingu fyrir þeim. Svandís gefur með orðum sínum sterklega í skyn að nær ómögulegt sé fyrir hana að vera hliðholl spítalanum vegna þess að starfsmenn þar séu stöðugt að kvarta undan slæmu ástandi og aðbúnaði á vinnustaðnum. Hér er um að ræða vinnustað þar sem unnið er með sjúklinga og allt kapp lagt á að hlúa sem best að þeim.“

Segir Kolbrún og bætir við að þegar starfsfólk í heilbrigðisstétt notar orðið neyðarástand um ástandið á bráðamótötkunni þá missi Svandís sig í tuði um að alltaf sé verið að segja henni sömu hlutina og koma með sömu ályktanirnar.

„Hvernig væri að Svandís, í starfi sínu sem heilbrigðisráðherra, færi að leggja við hlustir í stað þess að fyllast mótþróa þegar hún heyrir fullyrðingar sem eru henni ekki að skapi? Hvaðan hefur heilbrigðisráðherra þær hugmyndir að heilbrigðisstarfsmenn eigi ekki að vekja athygli á slæmum aðbúnaði sem kemur niður á þjónustu við sjúklinga?“

Spyr Kolbrún í framhaldinu og bætir við að athugasemdir sem þessar séu auðvitað óþægilegar fyrir Svandísi sem heilbrigðisráðherra. Hún geti þó varla ætlast til að heilbrigðisstarfsmenn taki tillit til hvað henni henti að heyra og hvað ekki. Það sé skylda þeirra að vakta velferð sjúklinganna og standa með þeim.

Hún endar pistilinn síðan á þessum orðum:

„Það er engin ástæða til að gleðjast yfir frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur á fundinum með læknaráði. Hún sýndi þeim einstaklingum sem hún fundaði með óvirðingu. Þeir voru komnir til að ná eyrum hennar en hún talaði til þeirra eins og væru þeir hópur af vandræðagemlingum sem hefðu það helsta markmið að gera henni erfitt fyrir í starfi sínu. Ýmsir hafa svo skilið orð hennar sem hótun, enda þarf svosem ekki mikið ímyndunarafl til þess. Enginn neyðir einstakling til að taka að sér ráðherraembætti, þvert á móti láta stjórnmálamenn sig dreyma um að komast í ráðherrastól. Ef sá draumur verður að veruleika sést á þeim langar leiðir að á ráðherrastóli vilja þeir vera og hvergi annars staðar. Of oft gerist það að ráðherrar fyllast hroka og fara að trúa um of á mátt sinn og megin. Það fer þeim engan veginn vel. Þetta eiga ráðherrar að muna, ekki bara Svandís Svarsdóttir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar