fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Eyjan

Svandís sögð „horfin inn í völundahús hrokans“ – Gagnrýnd fyrir hótanir og aðgerðaleysi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 16:15

Svandís Svavarsdóttir,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Eyjan greindi frá í morgun fundaði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra með læknaráði í gær þar sem hún skammaði lækna fyrir að tala niður Landspítalann með gífuryrðum þar sem neyðarástandi væri lýst.

Sjá nánar: Ragnar segir Svandísi hafa hraunað yfir lækna á hitafundi:„Gegn læknaeiðnum að segja ekki frá“

Sagði hún ábyrgð læknaráðs mikla og taldi að orðræðan gæti fælt frá ungt fólk sem ætlaði sér að vinna á Landspítalanum.

Þá sagði hún einnig að erfitt væri að standa með spítalanum þegar harðorðar ályktanir kæmu á færibandi frá læknum. Hefur formaður sjtórnar Læknaráðs, Ebba Margrét Magnúsdóttir, sagst hissa og hugsi yfir viðbrögðum ráðherra, og sagðist skynja pirring hjá Svandísi í garð þeirra sem hefðu gefið út slíkar ályktanir.

 Alvarlegt mál – Ekki gæluverkefni lækna

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta viðhorf Svandísar vera alvarlegt mál:

„Mér finnst mjög alvarlegt mál að heilbrigðisráðherra segi það „áskorun að standa með Landspítala“ þegar starfsfólk spítalans, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir lýsa raunveruleikanum innan spítalans. Mér finnst mjög alvarlegt að heilbrigðisráðherra með þessum orðum sínum láti eins og þjóðarsjúkrahúsið sé eitthvað gæluverkefni lækna?“

Helga segir að Svandís hafi í raun verið að hóta læknum:

„Ástandinu hefur verið lýst sem hættuástandi og starfsfólkið sinnir störfum sínum langt umfram bestu getu að mínu mati. Það að hún leyfi sér að hóta starfsfólkinu með þessum hætti veldur mér gríðarlegum vonbrigðum og ég óttast það að ríkisstjórnin ætli sér ekki að bregðast við því neyðarástandi sem er þarna. „Við erum bara einu rútuslysi frá algjörri katastrófu“ var sagt í mín eyru af starfsmanni spítalans í morgun. Ég trúi þeim, enda hef ég orðið vitni að þessu af eigin raun.“

Hrokafull Svandís

Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður, segist hafa misst allt álit á Svandísi eftir viðbrögð hennar:

„Nú langar mig mest að fara að grenja. Svandís Svavarsdóttir heilsbrigðisráðherra VG segir að það sé „áskorun fyrir SIG“ að „standa með Landspítalanum“ vegna þess að læknar og annað starfsfólk er duglegt að vekja athygli á hörmulegum aðstæðum þar og aðbúnaði. Sú var tíðin að ég kaus VG af því mér fannst Svandís Svavarsdóttir bera af öðrum stjórnmálamönnum. Núna er hún horfin inn í völundarhús hrokans þar sem staða hennar sjálfrar sem ráðherra skiptir jafn miklu eða meira máli en neyðin í heilbrigðiskerfinu,“

segir Illugi og spyr hvaða árangri Svandís hafi náð:

„Æ síðan hún tók við starfinu (sem hún þiggur fyrir mjög góð laun frá mér og öðrum skjólstæðingum LHÍ) þá hefur hver VG-maður japlað eftir öðrum að það sé til vinnandi að vera í þessari ríkisstjórn af því „Svandís sé að standa sig svo vel“. Jahérna hér. Í hverju er sá góði árangur fólginn? Nei, ég held ég setjist bara niður við strætóstöð neyðarmóttökunnar og grenji.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn