fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Ragnar segir Svandísi hafa hraunað yfir lækna á hitafundi: „Gegn læknaeiðnum að segja ekki frá“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, fundaði með læknaráði í gær á miklum átakafundi hvar hún biðlaði til lækna að hætta að tala Landspítalann niður, en ástandið þar hefur verið sagt líkjast neyðarástandi. Fréttablaðið greinir frá.

Reynir Arngrímsson, formaður læknafélags Íslands, segir ástandið svo slæmt í grein í Fréttablaðinu í dag, að læknar geti ekki lengur borið ábyrgð á mistökum í meðhöndlun sjúklinga.

Sjá nánar: Læknar telja sig ekki lengur geta borið ábyrgð á mistökum – Staðan er grafalvarleg

Skylda lækna að segja frá

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir lýsir einnig sinni upplifun af fundinum á Facebook. Hann segir það skyldu lækna að greina frá ástandinu, annað myndi ganga gegn læknaeiðnum:

„Svandís Svavarsdóttir mætti á fund læknaráðs og skammaði lækna fyrir að standa ekki nógu vel með sér og vera latir að benda á allt hið jákvæða sem væri að gerast á LSH og í kerfinu öllu. Henni blöskraði orðanotkun lækna og að kasta til orðum eins og neyðarástand. Hún óskaði jafnframt eftir fleiri læknum til að eiga sem “hauka í horni”

Það væri að ganga gegn læknaeiðnum að segja ekki frá ástandinu á LSH og sérstaklega bráðamóttökunni.

“Vinur er sá sem til vamms segir” Læknar eru boðnir og búnir að gefa góð ráð og hjálpa til – það hefur læknaráð gert, félag sjúkrahússlækna og undirritaður á fundi í dag.“

Erfitt að styðja Landspítalann

Svandís sagði erfitt að standa með Landspítalanum þegar í sífellu kæmu ályktanir á færibandi um slæma stöðu Landspítalans.

Hún lýsti vonbrigðum sínum með orðanotkun lækna þegar ástandi bráðamóttökunnar var lýst sem “neyðarástandi” og “skelfingjaflækju”, en Svandís var spurð á fundinum hvernig hún ætlaði að leysa úr slíkri flækju, sem hefði verið viðvarandi í mörg ár.

„Skelfingarflækja var orðið sem hann notaði. Það er orðið býsna langur listi af orðum og hugtökum sem hafa verið notuð um ástandið á bráðamóttöku,“

hefur Fréttablaðið eftir Svandísi.

Orðin fæla

Með slíkri orðanotkun væri verið að fæla frá ungt fólk sem gæti tekið þátt í uppbyggingu og framþróun heilbrigðisþjónustu:

„Orð eru til alls fyrst og þess vegna hef ég sagt að ég myndi vilja eiga fleiri hauka í horni þar sem eru læknar vegna þess að læknar eru best menntaða stéttin á Íslandi. Leiðtogar í sínu fagi. Leiðtogar í því að byggja upp heilbrigðisþjónustu til lengri tíma og ég myndi vilja sjá að læknar tækju það hlutverk alvarlega og horfðu til lengri framtíðar í því að vera með því í að byggja upp þjónustu; að vera með í því að tala um það sem eru áskoranir og hvernig við getum snúið bökum saman í að bæta þjónustu,“

er haft eftir Svandísi.

Fæst orð bera minnsta ábyrgð

„Manni gremst nú iðulega þegar verið að tala um mál sem fáir í salnum hafa vit á, eins og var í gær þegar verið var að ræða heilbrigðismál. Þá voru ekki margir sem vissu um hvað málið snerist en allir voru með lausnir,“

sagði Svandís og vitnaði í þátt Silfursins á RÚV þar sem Egill Helgason ræddi um heilbrigðismál við gesti sína.

„Þáttastjórnandinn talaði ítrekað um það að íslenskt heilbrigðiskerfi væri komið á ystu nöf. Ég var að tala við tvær þingkonur á Sprengisandi í gær og þær töluðu um það að íslenskt heilbrigðiskerfi væri gjaldþrota. Að það væri ónýtt. Ég vil bara skilja það hér eftir að það hvernig talað er, að í því felst líka ábyrgð,“

sagði Svandís sem krafðist þess að læknar sýndu ábyrgð:

„Ábyrgð læknaráðs er líka mikil í að vera leiðtogar í því að þróa heilbrigðisþjónustuna inn í framtíðina. Ég vil biðla til læknaráðs að leggja fleiri lóð á þær vogaskálar en færri á þær að tala spítalann niður eins og oft er gert,“

sagði Svandís undir lok fundarins.

Þarf að horfast í augu við raunveruleikann

Henni var þá svarað á þá leið að hún gæti alltaf leitað ráða hjá þeim 400 læknum sem væru á Landspítalanum, en það væri gott ef hún gæti þá hlustað á þá einnig.

 „Ég get ekkert gert að því að það sé svekkjandi að heyra að ástandið sé slæmt en það er þannig,“

sagði einn nefndarmaður læknaráðs.

Samkvæmt Fréttablaðinu er Svandís sögð hafa sagt ekki ætlað sér að „taka af sér hanskana“ en opin og hreinskiptin samskipti milli ráðherra og læknaráðs væru mikilvæg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”