fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Páll Baldvin sakaður um ritstuld – „Allt of mikil Google search copy paste lykt af þessu“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. janúar 2020 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það skal strax hér í upphafi þessarar ádeilugreinar koma skýrt fram að ástæður fyrir þessum greinarskrifum mínum snúast um að ég vil hér verja mínar síldarsögur og önnur skrifuð orð sem ég hef birt á okkar ástkæra vefmiðli siglo.is gegnum árin. En frá mínu sjónarhorni séð er þeim hreinlega misþyrmt í leyfisleysi í bók Páls Baldvins Baldvinssonar, Síldarárin 1867-1969 og ég færi rök fyrir því í þessari grein.“

Svo hefst grein Jóns Ólafs Björgvinssonar á vefnum Trölla.is hvar hann sakar Pál Baldvin Baldvinsson, blaðamann, bókmenntafræðing og höfund bókarinnar um Síldarárin 1867-1969, um ritstuld, að hafa notað skrif sín um síldarárin á vefnum siglo.is í bókina án leyfis:

„Það er alltof mikil „Google search copy paste“ lykt af þessu verki hjá þér Páll Baldvin og það sést best í þeim hluta þar sem þú breytir fyrirsögnum klippir, sundur og birtir í leyfisleysi efni sem ég tel mig eiga höfundarréttinn á….. og þú skalt hafa það á hreinu að þrátt fyrir að orðin séu skrifuð af „amatör“ og birt á litlum hálfdauðum gömlum vefmiðli eins og siglo.is. þá stenst þetta verk þitt alls ekki naflaskoðun þegar kemur að tilvísunum í heimildir,“

segir Jón í grein sinni og tekur ótal dæmi. Hann nefnir að ef Páll Baldvin hefði einfaldlega beðið um leyfi til að nota heimildirnar, hefði hann eflaust sagt já.

Ekki með vilja gert

Páll Baldvin tjáir sig um málið í athugasemdarkerfinu við grein Jóns hvar hann segir um mistök að ræða, sem hann biðst afsökunar á:

„Til að gera langt mál stutt þá urðu þau mistök við frágang á heimildaskrá Síldaráranna sem kom út á liðnu hausti að heimilda var ekki getið að fullu um þýðingu og styttingu Jóns Björgvinssonar á tveimur stöðum í bókinni: birt var þýðing hans á texta eftir Edmund Back sem Jón birti á vefnum Siglo.is og einungis vísað á vefslóð en fylgdi ekki nafn höfundar né þýðanda. Þetta er miður og óafsakanlegt, en nákvæm tilvísun fór framhjá mér, ritstjóra og prófarkarlesurum. Bið ég afsökunar á þessum mistökum því ekkert er fjarri okkur sem unnum ritið til prentunar að sleppa svo mikilvægum upplýsingum.“

Engin ásetningur, engir stælar

Páll segir engan ásetning að baki mistökunum og segist ekki ætla að „standa í stælum“ um verklag sitt, en hann hafi verið í samskiptum við Jón vegna málsins:

„ Ég skil mætavel að Jóni sé misboðið og hef ítrekað við hann í persónulegum samskiptum okkar síðustu sólarhringa að mér þyki það miður að svona skyldi fara og get fullvissað hann og aðra að það var ekki af ásetningi. Hvað varðar ýmsar aðrar ávirðingar sem Jól rekur í pistlinum hér að ofan er rétt að taka fram að ritið er sett saman úr þúsundum textabrota og er hvergi dregin dul á það enda vísað til heimilda bæði í tilvitnana  og heimildaskrá, auk þess sem í mörgum tilvikum er í lok hvers kafla vísað í heimild og tímasetningu textans. Ekki ætla ég á björtum vetrardegi að standa í stælum við Jón um verklag mitt. Lesendur geta dæmt um það sjálfir en á því ber ég að sjálfsögðu ábyrgð.“

Páll Baldvin fetar sömu slóð í viðtali við Morgunblaðið í dag hvar hann segir um mistök að ræða:

„Þetta eru mis­tök sem áttu sér stað. Þau eru viður­kennd. Það er búið að biðja Jón af­sök­un­ar á því að það skyldi vera gengið á hans sóma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar