fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

„Er ég eini Íslendingurinn sem þykir nógu vænt um hálendið til að vera á móti þjóðgarði?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. janúar 2020 16:00

Frá Kili. Mynd - Jón Smári Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur B. Schram er reynslumikill fjallakarl úr ferðaþjónustunni og hefur ferðast um hálendið í tugir ára. Honum líst illa á hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarðinn:

„Hvernig er það, er ég eini Íslendingurinn sem þykir nógu vænt um hálendið til að vera á móti þjóðgarði?“

spyr hann í færslu á Facebook og óttast afleiðingarnar:

„Ríkisrekið, bann-vænt, gjaldhlaðið, knappar tímasetningar, leyfisveitingar, skriffinska og hroki landvarða sem koma fram sem eigendur perlu okkar allra! Það mun eflaust taka menn 3 til 5 ár að átta sig á þeim hömlum og skerta ferðafrelsi sem dynur yfir okkur gangi þetta eftir. Og hvaðan á rekstraféð að koma, með skattlagningu myndi ég halda. Firring.“

Á móti virkjunum

Rekstrarkostnaður við slíkan þjóðgarð er sagður um einn milljarður króna á ári, en umhverfisráðherra lét hafa eftir sér að fyrir hverja krónu sem ríkið fjárfesti í hálendisþjóðgarði, skili 23 krónur sér til baka. Gagnrýndu margir þessi orð ráðherrans, og sögðu slíkan rekstur með eindæmum arðbæran.

Þá hafa margir sagt það skjóta skökku við að innan slíks þjóðgarðs verði Þjórsá virkjuð með svonefndri Kjalölduveitu, en hún ásamt Hágönguvirkjun og Skrokkölduvirkjun eru í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur lagt fram. Það er sama áætlun og forverar hans lögðu fram árin 2015 og 2017.

Athygli vekur að Guðmundur, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar, er mótfallinn slíkum virkjanaáformum, en leggur samt fram þessa áætlun.

 Þjóðgarður lofi ekki góð

„Afstaða opinberra stofnana og félagasamtaka til umbóta á Hveravöllum sýnir að það er holur hljómur í fullyrðingum um ávinninginn af uppbyggingu þjóðgarðs á miðhálendinu. Þessir aðilar virðast helst vilja halda í óbreytta rómantík olíukyntra fjallaskála með útikamri og hrotukór á 20 manna svefnlofti,“

segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Hveravallafélagsins, í grein sinni Því miður, þjóðgarður lofar ekki góðu á Vísi í dag í tilefni þess að umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs.

Þórir telur að fullyrðingar um tekjusköpun slíks þjóðgarðs eigi við lítil rök að styðjast:

„Þessu er ekki síst haldið fram til að réttlæta háan áætlaðan rekstrarkostnað þjóðgarðsins. Ef þjóðgarðurinn á að geta skapað tekjur, þá er algjört lágmark að einhver starfsemi yfirleitt komist á laggirnar innan eða utan hans og hafi rekstrargrundvöll. Sá sem þetta ritar þekkir af eigin raun í gegnum Hveravallafélagið ehf að í þeim efnum fer hljóð og mynd ekki saman.“

Umhverfisverndin þvælist fyrir

Þórir nefnir að starfsemi Hveravallafélagsins sé innan friðlýsts hverasvæðis á Hveravöllum, en að aðstaðan þar hafi verið gagnrýnd, enda um tvo „lúna“ gistiskála að ræða, salernisgáma og geymslugáma. Hann segir þó slíka gagnrýni afvegaleiða umræðuna, þar sem mikill vilji sé til að gera betur, en jafnan sé komið að lokuðum dyrum:

„En þá komu opinberar stofnanir og aðilar sem kenna sig við umhverfisvernd og þvælast svo hressilega fyrir að þessi áform eru nánast sjálfdauð. Þar á meðal má nefna Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofuna, Skipulagsstofnun, Landvarðafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landvernd,“

segir Þórir og nefnir að þessar stofnanir hafi gert ýmsar aðfinnslur við áformin:

„Til að þvælast sem mest fyrir þessum áformum var þess krafist að bygging hins nýja skála og niðurrif á eldri skála færi í nýtt umhverfismat, þó svo að eldra umhverfismat á sambærilegri uppbyggingu hafi þegar átt sér stað tveimur áratugum áður. Kostnaður við umhverfismat hleypur á tugum milljóna króna og tefur framkvæmdir árum saman. Samt hefur ekkert breyst í þessum áformum eða umhverfi Hveravalla sem kallar á nýtt umhverfismat – nema að Hveravellir fóru af hinum rauða válista Umhverfisstofnunar fyrir um 6 árum síðan.“

Þvergirðingsháttur

Þórir nefnir að reksturinn sé á mörkum þess að bera sig og spyr hvernig fari ef ekki megi bæta aðstöðuna, sem og hvaðan tekjurnar eigi að koma ef ekki megi byggja upp betri aðstöðu:

„Þetta dæmi af fyrirstöðunni gegn uppbyggingu á Hveravöllum á miðhálendinu ætti að hringja aðvörunarbjöllum. Ef það má ekki bæta aðstöðuna þar og tryggja að hún standi undir sér, hvaðan eiga tekjur af þjóðgarðinum þá að koma og hver á að byggja þar upp? Og heldur einhver að fyrirstaðan og þvergirðingshátturinn minnki þegar komin verður opinber valdastofnun yfir öllu sem hreyfist innan þessa þjóðgarðs?“

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum