fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Segir ábyrgð Icelandair mikla –„Hverjir vilja ferðast með MAX-þotunum?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. janúar 2020 16:10

Mynd - Icelandair

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir ábyrgð Icelandair mikla vegna ákvörðunnar sinnar um að notast áfram við Boeing vélar sínar í kjölfar flugslysa tveggja MAX véla sem leiddi til þess að þær voru teknar úr notkun. Icelandair hefur verið í samingaviðræðum við Boeing um skaðabætur. Strax í ágúst í fyrra var ljóst að tap Icelandair vegna kyrrsetningarinnar var 19 milljarðar, en ljóst er að sú tala hefur hækkað síðan.

„Hér á Íslandi vakna spurningar um hvort sú ákvörðun stjórnenda Icelandair að halda sig við þessar þotur hafi verið rétt og með hvaða hætti eigi yfirleitt að endurvekja traust farþega á þeim. Fyrir þessa litlu þjóð hér norður í höfum er þetta ekki lítið mál. Við getum ekki treyst á samgöngur við önnur lönd sem byggja á flugi erlendra félaga til og frá landinu. Ábyrgð Icelandair er því mikil. Það er umhugsunarefni, hversu litlar umræður hafa orðið hér um þennan þátt málsins,“

segir Styrmir.

Óvissa með framhaldið

Icelandair bjóst við að byrja að nota allar sex MAX vélar sínar í mars á þessu ári, en því hefur síðan verið frestað um óákveðinn tíma. Átti Icelandair að fá þrjár MAX vélar til viðbótar afhentar á þessu ári. Vinnur Icelandair nú að sumaráætlunum sínum, sem gera ekki ráð fyrir MAX vélunum.

Öll áætlanagerð er því sögð í uppnámi, þar sem leigusalar flugvéla eru sagðir tregir til að leigja vélar fram yfir sumarið, vegna óvissunar hjá Boeing.

Vandinn versnar

Styrmir segir vanda þeirra flugfélaga sem notast við Boeing þotur verða stöðugt alvarlegri:

„Að undanförnu hafa birtzt fréttir í fjölmiðlum um allan heim um ný vandamál, sem hafa komið upp vegna MAX-þotanna. Sú ákvörðun stjórnar félagsins að reka forstjórann hefur ekki beinlínis aukið á traust til verksmiðjanna vegna þess að hún bendir til að vandinn hafi verið víðtækari en í fyrstu var talið. Þau flugfélög, sem hafa byggt flugvélaflota sinn fyrst og fremst á vélum frá Boeing munu standa frammi fyrir því, að farþegar vilji ekki fljúga með þessum tilteknu þotum jafnvel þótt þær verði teknar í notkun á ný.“

 Þess má geta að rannsakað er hvað leiddi til þess að vél úkraínsks flugfélags frá Boeing fórst í Tehren í Íran á dögunum, hvar 176 manns fórust. Fullyrt hefur verið, án haldbærra sannana, að íranskt flugskeyti hafi grandað vélinni, jafnvel fyrir mistök, þar sem loftvarnarkerfi Írans hafi skotið vélina niður í þeirri trú að um bandaríska herþotu væri að ræða. Hins vegar eru ýmsir aðrir möguleikar skoðaðir einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni