Samkvæmt nýju skipuriti Seðlabanka Íslands munu átta starfsmenn hverfa frá bankanum í kjölfar sameiningar við Fjármálaeftirlitið.
Samkvæmt Morgunblaðinu eru það Jón Þór Sturluson, sem var aðstoðarforstjóri FME, Sigríður Logadóttir, framkvæmdarstjóri og yfirlögfræðingur, Anna Mjöll Karlsdóttir, yfirlögfræðingur hjá FME og Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri gagnasöfnunar og upplýsingatækni Seðlabankans.
Þá hætti Guðmundur Kr Tómasson, framkvæmdastjóri fjármálainnviða Seðlabankans um áramót, en það kom til áður en tilkynnt var um sameininguna.
Samkvæmt skipuritinu verða kjarnasvið bankans sjö, þ.e. hagfræði og peningastefna, markaðsviðskipti, fjármálastöðugleiki, bankar, lífeyrir og vátryggingar, markaðir og viðskiptahættir, og lagalegt eftirlit og vettvangsathuganir.
Stoðsvið bankans verða fjögur, þ.e. rekstur, upplýsingatækni og gagnasöfnun, fjárhagur, og mannauður. Jafnframt er í skipuritinu miðlæg skrifstofa bankastjóra. Með nýju skipuriti verða nokkur svið lögð niður eða sameinuð, starfsfólk færist til og átta störf verða lögð niður.