Starf forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands var nýverið auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 6. janúar sl. Tveir einstaklingar sóttu um starfið, samkvæmt tilkynningu frá HÍ.
Þau sem sóttu um starfið eru:
Félagsvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands og jafnframt það stærsta með um 3.500 nemendur í grunn- og framhaldsnámi.
Forseti Félagsvísindasviðs er ráðinn af rektor til fimm ára frá 1. júlí 2020. Hann starfar í umboði rektors, er yfirmaður fræðasviðsins, stýrir daglegri starfsemi og er akademískur leiðtogi þess. Samkvæmt reglum Háskóla Íslands skipar rektor sérstaka nefnd til að undirbúa ákvörðun um ráðningu forseta fræðasviðs og tekur nefndin til starfa á næstu dögum.