fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Hópuppsagnir ekki verið fleiri frá hruni – Um 8000 manns atvinnulausir

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á árinu 2019 barst Vinnumálastofnun 21 tilkynning um hópuppsögn, þar sem 1.046 manns var sagt upp störfum. Flestir hafa misst vinnuna í flutningum, 540 eða tæp 52% allra hópuppsagna, í byggingariðnaði 104, eða um 10% og 102 í fjármála – og vátryggingastarfsemi eða tæp 10%. Alls 227 uppsagnanna koma til framkvæmda á þessu ári.

Ekki hafa borist svo margar tilkynningar um hópuppsagnir frá því árið 2009, en þá var fjöldi hópuppsagna 1.780. Þetta kemur fram í samantekt Vinnumálastofnunar.

Samtals hefur 12.560 manns verið sagt upp í hópuppsögnum á 12 árum. Flestir misstu vinnuna á þriggja mánaða tímabili frá desember 2008 til febrúar 2009 og svo næstu 3 mánuði þar á eftir.

Á töflunni fyrir neðan má sjá að hópuppsögnum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2014.

8000 atvinnulausir – Laus störf 2500

Niðurstöður starfaskráningar Hagstofunnar benda til þess að um 2.500 störf hafi verið laus á íslenskum vinnumarkaði á fjórða ársfjórðungi 2019 en á sama tíma hafi um 229.500 störf verið mönnuð. Hlutfall lausra starfa var því rétt um 1,1%.

Í nóvember mældist hinsvegar atvinnuleysi 4.1 prósent, sem var hækkun um 0.3 prósentustig frá því í október. Að jafnaði voru 7.617 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í nóvember og fjölgaði um 578 frá október. Alls voru 3.006 fleiri á atvinnuleysisskrá í nóvember 2019 en í nóvember árið áður.

Í nóvember var gert ráð fyrir að skráð atvinnuleysi myndi aukast enn í desember og yrði á bilinu 4,2% til 4,4%.

Lauslega reiknað eru því um 8000 manns atvinnulausir og laus störf eru aðeins um 2500 talsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“