fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Eyjan

Kristinn Hrafnsson svarar SFS – „Þetta hlýtur að teljast Evrópumet í ósvífni“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það liggur fyrir að aðgangsgjald útgerðarinnar að auðlindinni stendur núna tæpast undir kostnaði almennings við stoðþjónstu við útgerðina. En það er ekki nóg. Nú vill útgerðin líka fá borgað fyrir að leita að loðnunni sem hún ætlar síðan að veiða og græða á. Þetta hlýtur að teljast Evrópumet í ósvífni innanhúss, án atrennu.“

Þetta segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, á Facebook í dag í tilefni af frétt RÚV um að Hafró hafi ekki efni á að greiða útgerðarfyrirtækjum fyrir þátttöku í loðnuleit.

Níska stjórnvalda

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa áður greint frá því að þau hyggist ekki taka þátt í slíkri leit nema að fá greitt fyrir og agnúast út í andvaraleysi ríkisstjórnarinnar:

„Stjórnvöld hafa ekki yfir fullnægjandi skipakosti að ráða sem þarf til leitar og þau hyggjast ekki nýta sér aðra kosti í stöðunni, sem þeim þó stendur til boða; það er að semja við aðila um að annast hluta verkefnisins. Slíkt fyrirkomulag er þó vel þekkt. Að óbreyttu eru því ekki líkur á loðnuveiðum í vetur. Andvaraleysi stjórnvalda verður að teljast heldur nöturlegt; fyrir fyrirtæki sem fjárfest hafa í skipum, búnaði og markaðssetningu fyrir milljarða króna, fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra, fyrir sveitarfélög og fyrir samfélagið allt./

Í augum stjórnvalda eru hafrannsóknir kostnaður, en ekki grunnforsenda verðmætasköpunar. Þessi misskilningur gæti reynst dýrkeyptur,“

segir á vef SFS.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir hinsvegar að útgerðin beri ábyrgð og skyldur og að leitin að loðnunni sé sameiginlegt verkefni:

„Við munum leggja allan þann kraft sem að okkur er fær til þess og ég hef enga trú á öðru en að við náum samstarfi við útgerðina um slíkt verkefni, að því vinnur Hafrannsóknastofnun og ég treysti henni fyllilega til þess.“

Ekkert skip hefur ennþá lagt í loðnuleit það sem af er ári.

Mikill kostnaður

„Maður skilur alveg þeirra sjónarmið, þessu fylgir kostnaður og það er ekki þeirra skylda að koma með í mælingar eins og þeir hafa gert síðustu árin,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, við RÚV um aðkomu útgerðarfyrirtækjanna.

Kostnaður útgerðarinnar í fyrra nam um 130 milljónum króna vegna leitar að loðnu með fjórum skipum, sem var óvenjuhár kostnaður. Kostnaður Hafró hefur verið milli 400 -500 milljónir, en undir þann kostnað falla einnig rannsóknir. Nú á stofnunin hinsvegar ekki fyrir því að greiða útgerðinni fyrir leitina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur