fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Álagsmistök á bráðamóttökunni leiddu til dauða Páls – „Ég vil harma það sem þarna gerðist – ekkert til sem heitir einföld lausn“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. janúar 2020 13:30

Svandís Svavarsdóttir,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans hafi leitt til þess að Páll Heimir Pálsson var sendur heim þaðan í nóvember, þrátt fyrir að vera með krabbamein og blóðtappa. Var hann ranglega greindur og sendur heim of snemma og lést hann fljótlega í kjölfarið, en ekkja hans greindi frá þessu í gær. Hún segir ábyrgðina vera heilbrigðiskerfisins og stjórnenda þess en vill ekki draga einstaka starfsmenn til ábyrgðar.

Sjá einnig: Páll var sendur heim af Landspítalanum og lést skömmu síðar – „Hann bara kafnar í höndunum á mér“

Sorglegt mál

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, segir við RÚV í dag að málið sé sorglegt:

„Ég vil harma það sem þarna gerðist og óháð því hver ástæðan var þá er þetta sorgleg frásögn og þessi kona sýnir mikinn kjark með því að koma með þá frásögn fram í fjölmiðla. En ég vil ekki tjá mig um málið að öðru leyti.“

Stórslys í aðsigi

Yfirlæknir á Landspítalanum spáði nýlega fyrir að stórslys væri í vændum á bráðamóttökunni:

Ég hef miklar áhyggjur af vetrinum. Það er stórslys í aðsigi,“ segir Már Kristjánsson í viðtali í nýjasta tölublaði Læknablaðsins.

Það er vont að vera settur í ómögulega stöðu. Mér finnst staðan á bráðamóttöku Landspítala vera ómöguleg,“ segir hann og bætir við að engar aðgerðir til að breyta stöðunni séu í augsýn.

„Undir þessum kringumstæðum skapast ófaglegar aðstæður, heilbrigðisstarfsfólki verður á og sjúklingar gjalda fyrir það.“

Sjá nánar: Már áhyggjufullur og varar við:„Það er stórslys í aðsigi“  – Harðorður í Læknablaðinu

Engar skyndilausnir

Svandís tekur undir að mikið álag sé á bráðamóttökunni, en getur ekki lofað neinum skyndilausnum:

„Þetta virðist vera viðvarandi áhyggjuefni,“

segir Svandís og bætir við:

„Það er ekkert til sem heitir einföld lausn eða skyndilausn í svona flóknu máli. Ef svo væri, þá væri væntanlega búið að grípa til hennar.“

Hún segist samt áfram ætla að beita sér fyrir því að fá meira fjármagn til reksturs Landspítalans en ekki sjái fyrir endann á lausn:

„Hún verður komin nær því þegar þessu kjörtímabili lýkur. En ég er alveg klár á því að þetta verður viðvarandi verkefni. Stærsta skrefið til þess að koma til móts við þetta ástand og þessa stöðu er að byggja við Hringbraut. Það erum við að gera. Og það er ekki bara betri aðstaða fyrir sjúklinga, heldur ekki síst gott og spennandi starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem er núna í námi,“

segir Svandís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“