fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Hjólar í Hörð og vini hans fyrir „bíræfna“ tilraun til að endurskrifa söguna – „Snjallir áróðursmenn“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. janúar 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki eru allir á eitt sáttir við leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins, í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann þakkar Ólafi Ragnari Grímssyni, InDefence hópnum, Seðlabankanum, atvinnulífinu og almenningi fyrir þann árangur sem hafi náðst á frá hruni.

Bíræfin tilraun hjá Herði

Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar er ekki sáttur við þessa söguskýringu Harðar:

„Konan mín vakti athygli mína á leiðara Fréttablaðsins í morgun, eftir Hörð Ægisson, um árangur í efnahagsmálum á Íslandi sl. 10 ár. Hún spurði hvort þessi söguskýring væri ekki bara rétt hjá Herði. Ég las leiðarann og rúllaði augunum yfir þessari bíræfnu tilraun Harðar til að endurskrifa söguna. Því miður eru vísbendingar um að honum og vinum hans sé að verða nokkuð ágengt í ætlunarverki sínu, enda snjallir áróðursmenn.“

Þakkar AGS og Jóhönnu

Vilhjálmur segir árangurinn mörgum að þakka, til dæmis öllum ríkisstjórnum frá hruni en ekki síst vinstri stjórn Jóhönnu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum:

„Sem reyndist okkur afar vel með stuðningi og ráðgjöf. Ríkisstjórnin 2009-13 lyfti Grettistaki í að ná tökum á neyðarástandinu og koma ríkissjóði hratt í jafnvægi, svo hratt að strax árið 2013 var hann svo að segja hallalaus. Það ferli var óhjákvæmilega sársaukafullt en lagði grundvöllinn að því sem á eftir kom.“

Uppblásið Icesave

Vilhjálmur segist ekki nenna að fara ofan í saumana á Icesave deilunni, en segir málið þó hafa fengið óverðuga athygli:

„Ég nenni ekki að fara ofan í hið dauðþreytta deilumál um Icesave en minni á að þrotabú Landsbankans átti á endanum vel rúmlega fyrir öllum höfuðstól Icesave-innistæðnanna og að Bretar og Hollendingar fengu (í forsætisráðherratíð SDG) milljarðatugi í gjaldeyri upp í vaxtakröfur sínar. Það mál var blásið upp langt umfram tilefni, kannski til að leiða athyglina frá hruninu sjálfu og orsökum þess, og sjálfri gegndarlausri innlánasöfnun Landsbankans, með leyfi FME og án athugasemda Seðlabankans, sem var rót Icesave-málsins.“

segir Vilhjálmur, sem sjálfur studdi Icesave 3 samninginn.

Rangfeðraðar hugmyndir

Vilhjálmur segir Hörð skauta létt yfir litlu neyðarlögin, þegar eignir slitabúa voru felldar undir gjaldeyrishöft:

„…sem er kannski skiljanlegt, því Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn lögunum (þar á meðal Bjarni Benediktsson) og Framsóknarflokkurinn sat hjá, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi. Án þessara laga hefði ekkert af því sem á eftir fór varðandi hagstæða samninga við kröfuhafa, þar sem krónueignir þeirra voru að verulegu leyti afskrifaðar, verið mögulegt.“

Þá segir Vilhjálmur að Hörður eigni InDefence hópnum ofangreindar hugmyndir, sem í raun hafi verið vinstri stjórnarinnar:

„Talandi um þær hugmyndir, þá lætur Hörður eins og þær hafi fæðst hjá síðari tíma stjórnvöldum eftir dúk og disk og baráttu InDefence. Sannleikurinn er sá að vorið 2013, í tíð stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, höfðu verið teiknaðar upp ítarlegar hugmyndir um mögulegt uppgjör slitabúanna þar sem kröfuhafar myndu skilja eftir eða afskrifa verulegan hluta krónueigna sinna ásamt hlutum sínum í bönkunum, gegn því að fá erlendar eignir slitabúanna í hendur. Framsóknarflokkurinn réðst harkalega gegn slíkum hugmyndum þá, og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson m.a. að með þeim væri verið „að færa skuldsettan gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar til hrægammasjóðanna“.

Lá fyrir 2013

„Þessar meginhugmyndir, um samninga við kröfuhafa þar sem krónueignir yrðu afskrifaðar og hlutabréf þeirra í bönkunum skilin eftir, og svigrúmið nýtt til hjálpar fólki sem fór illa út úr húsnæðiskaupum, lágu sem sagt fyrir strax vorið 2013. Það tók hins vegar nýja ríkisstjórn langan tíma að taka þennan þráð upp aftur enda fór mikill tími til spillis í óraunhæfar hugmyndir, m.a. um „gjaldþrotaleið“, með fjölda „strákanefnda“ sem engu skiluðu. Það var ekki fyrr en Bjarni Benediktsson tók málið í sínar hendur í fjármálaráðuneytinu, og fékk Lee Buchheit til forystu í því, að samningar komust aftur á hreyfingu, og fengu svo farsælan endi eins og við þekkjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller