Sjálfstæðislflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Greint er frá þessu á RÚV. Fyrir skömmu birtist könnun frá Maskínu sem sýndi Samfylkinguna stærstan flokk landsins og Sjálfstæðisflokkinn í sögulegu lágmarki.
Samkvæmt þessari könnun fengi Sjálfstæðisflokkurinn 22,7% og hefur raunar lækkað úr rúmlega 25% frá síðustu alþingiskosningum.
Samfylkingin er með 12,1 prósent og lækkar um tæplega 2 prósentustig frá kosningum.
Miðflokkurinn fengi 12,7% og Viðreisn slétt 12%.
Píratar eru með 11,3% og auka fylgið um rúmlega 2%
Vinstri græn lækka og eru með 10,7%.
Framsóknarflokkurinn er með 8,6% og lækkar úr 10,7%.
Flokkur fólksins er með 4,3% og er því rétt undir því lágmarki sem dugar til að ná fólki inn á þing.
Sósíalistaflokkurinn er með 3,3% og næði ekki manni á þingi en athyglislvert er að flokkurinn er farinn að mælast með áþreifanlegt fylgi.