Fyrrverandi forseti Íslands og núverandi formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson birti í nótt færslu á Twitter. Þar spáði hann því fyrir að árið 2020 yrði ár Grænlands.
Ólafur nefnir fáeinar ástæður fyrir þessari spá sinni, en þar má helst nefna áhuga Bandaríkjaforseta, Donald Trump sem var áberandi í fjölmiðlum seinasta árs. Hann nefnir einnig viðskiptaáhuga frá Asíu.
„Mun 2020 verða ár Grænlands? Byggt á sterkri og sögulegri frammistöðu Arctic Circle-þingsins, forgangsröðun Donald Trump og stjórnar hans. Auk nýs viðskiptaáhuga frá Asíu, svarið er sterkt JÁ.“
Will 2020 be the Year of #Greenland? Based on strong and historic performance @_Arctic_Circle Assembly, the priority of @realDonaldTrump Administration and new business interests from #Asia, the answer: a strong YES. @GreenlandMFA @GreenlandRepDC pic.twitter.com/ZOPlVryUHC
— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) January 2, 2020