Minnst sjö rangfærslur koma fram um Samherjamálið í viðtali Björgólfs Jóhannssonar, starfandi forstjóra Samherja, við norska blaðið Dagens Næringsliv um miðjan síðasta mánuð. Þetta segir í greiningu Stundarinnar hvar sannleiksgildi staðhæfinga Björgólfs er kannað.
Viðtalið komst í fréttirnar fyrir það helst að Björgólfur neitaði fyrir að Samherji hefði greitt mútur til að komast yfir kvóta í Namibíu. Taldi hann að mögulega hefði aðeins um greiðslur fyrir ráðgjafaþjónustu að ræða, eða að einfaldlega hefði Samherji verið að kaupa kvóta af því fólki sem hlaut greiðslur fyrir.
Stundin nefnir sjö ummæli sem standist ekki skoðun hjá Björgólfi. Það fyrsta lítur að því sem nefnt var að ofan:
„Ég held að það hafi ekki verið greiddar neinar mútur eða að Samherji hafi komið að ólöglegri háttsemi.“
Alls sex einstaklingar hafa verið ákærðir og færðir í gæsluvarðhald í Namibíu sem tengjast Samherjamálinu. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa fengið háar greiðslur frá félögum í eigu Samherja.
Samkvæmt tilkynningu rannsóknarstofnunarinnar ACC, sem rannsakar spillingu og efnahagsbrot í Namibíu, eru meint brot þeirra James Hatuikulipi, Bernhard Esau, Ricardo Gustavo, Sacky Shangala og Tamson Hatuikulipi talin sönnuð að svo stöddu máli, eða þangað til annað komi í ljós.
„Rannsóknin hefur hingað til sannað, prima facie, að meinsæri, mútur, spilling, fjársvik, peningaþvætti og skattaundanskot hafi átt sér stað,“
segir í tilkynningunni. (Þýðing Stundin)
„Ef Björgófur hefur rétt fyrir sér um það sem hann „heldur“, að Samherji hafi ekki greitt mútur og tekið þátt í neinu ólöglegu, þá hafa þeir sex sem hafa verið ákærðir og hnepptir í gæsluvarðhald í Namibíu verið frelsissviptir á röngum forsendum og rannsóknir namibískra yfirvalda á mútugreiðslunum og öðrum mögulegum lögbrotum eru byggðar á sandi. Auk þess er rannsókn embættis héraðssaksóknara á Íslandi þá ekki réttmæt,“
segir í greiningu Stundarinnar.
Önnur ummæli Björgólfs lúta að því að hann telji að greiðslurnar séu mögulega fyrir kvóta, vegna fyrirliggjandi samninga þar um:
„Þetta kann að vera byggt á samningi um greiðslur fyrir kvóta, og þarf ekki að vera ólöglegt.“
Björgólfur sagði í viðtalinu að hann vissi ekki hvort slíkt teldist eðlilegt eða ekki, en „ef maður fengi reikning fyrir þjónustu eða kvóta þá greiddi maður hann“.
Björgólfur er reynslumikill þegar kemur að viðskiptum og hefur starfað fyrir Útgerðarfélag Akureyrar, Síldarvinnsluna, Icelandic Seafood og Samherja í sjávarútvegi, auk þess sem hann var forstjóri Icelandair. Hann virðist þó ekki vita fyrir víst hvort útgerðafélög greiði aðilum sem nákomnir eru sjávarútvegsráðherra, persónulega stórar upphæðir fyrir kvóta.
Ekki er vitað hvort þessi ummæli og skilningur Björgólfs á kvótamálum hafi þótt tilefni til rannsóknar á stjórnarháttum hans hjá áðurtöldum sjávarútvegsfyritækjum, í rannsókn skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara vegna Samherjamálsins.
Greiningin á hinum fimm ummælunum er langorð og ítarleg og hana má lesa hér.
Ummælin eru eftirfarandi: