fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Bent á minnst sjö rangfærslur hjá Björgólfi um Samherjamálið

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnst sjö rangfærslur koma fram um Samherjamálið í viðtali Björgólfs Jóhannssonar, starfandi forstjóra Samherja, við norska blaðið Dagens Næringsliv um miðjan síðasta mánuð. Þetta segir í greiningu Stundarinnar hvar sannleiksgildi staðhæfinga Björgólfs er kannað.

Viðtalið komst í fréttirnar fyrir það helst að Björgólfur neitaði fyrir að Samherji hefði greitt mútur til að komast yfir kvóta í Namibíu. Taldi hann að mögulega hefði aðeins um greiðslur fyrir ráðgjafaþjónustu að ræða, eða að einfaldlega hefði Samherji verið að kaupa kvóta af því fólki sem hlaut greiðslur fyrir.

Engar mútur

Stundin nefnir sjö ummæli sem standist ekki skoðun hjá Björgólfi. Það fyrsta lítur að því sem nefnt var að ofan:

„Ég held að það hafi ekki verið greiddar neinar mútur eða að Samherji hafi komið að ólöglegri háttsemi.“

Alls sex einstaklingar hafa verið ákærðir og færðir í gæsluvarðhald í Namibíu sem tengjast Samherjamálinu. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa fengið háar greiðslur frá félögum í eigu Samherja.

Samkvæmt tilkynningu rannsóknarstofnunarinnar ACC, sem rannsakar spillingu og efnahagsbrot í Namibíu, eru meint brot þeirra James Hatuikulipi, Bernhard Esau, Ricardo Gustavo, Sacky Shangala og Tamson Hatuikulipi talin sönnuð að svo stöddu máli, eða þangað til annað komi í ljós.

„Rannsóknin hefur hingað til sannað, prima facie, að meinsæri, mútur, spilling, fjársvik, peningaþvætti og skattaundanskot hafi átt sér stað,“

segir í tilkynningunni. (Þýðing Stundin)

Frelsissvipting á röngum forsendum ?

„Ef Björgófur hefur rétt fyrir sér um það sem hann „heldur“, að Samherji hafi ekki greitt mútur og tekið þátt í neinu ólöglegu, þá hafa þeir sex sem hafa verið ákærðir og hnepptir í gæsluvarðhald í Namibíu verið frelsissviptir á röngum forsendum og rannsóknir namibískra yfirvalda á mútugreiðslunum og öðrum mögulegum lögbrotum eru byggðar á sandi. Auk þess er rannsókn embættis héraðssaksóknara á Íslandi þá ekki réttmæt,“

segir í greiningu Stundarinnar.

Þarf ekki að vera ólöglegt

Önnur ummæli Björgólfs lúta að því að hann telji að greiðslurnar séu mögulega fyrir kvóta, vegna fyrirliggjandi samninga þar um:

„Þetta kann að vera byggt á samningi um greiðslur fyrir kvóta, og þarf ekki að vera ólöglegt.“

Björgólfur sagði í viðtalinu að hann vissi ekki hvort slíkt teldist eðlilegt eða ekki, en „ef maður fengi reikning fyrir þjónustu eða kvóta þá greiddi maður hann“.

Björgólfur er reynslumikill þegar kemur að viðskiptum og hefur starfað fyrir Útgerðarfélag Akureyrar, Síldarvinnsluna, Icelandic Seafood og Samherja í sjávarútvegi, auk þess sem hann var forstjóri Icelandair. Hann virðist þó ekki vita fyrir víst hvort útgerðafélög greiði aðilum sem nákomnir eru sjávarútvegsráðherra, persónulega stórar upphæðir fyrir kvóta.

Ekki er vitað hvort þessi ummæli og skilningur Björgólfs á kvótamálum hafi þótt tilefni til rannsóknar á stjórnarháttum hans hjá áðurtöldum sjávarútvegsfyritækjum, í rannsókn skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara vegna Samherjamálsins.

Greiningin á hinum fimm ummælunum er langorð og ítarleg og hana má lesa hér.

Ummælin eru eftirfarandi:

  • „Þetta getur verið fyrir ráðgjafargreiðslur eða eðlilegar greiðslur fyrir kaup af fiskikvótum. Þetta voru kvótar frá ríkisstofnunum og voru þeir væntanlega löglegir. Samherji fékk ekki aukakvóta.“
  • „Ef greiddar eru mútur þá býst maður við því að fá eitthvað auka í staðinn.“
  • „Nei, það held ég ekki. Við fengum reikninga frá félögunum sem seldu kvótana og greiddum þá.“
  • „Því get ég ekki svarað, rannsókn stendur yfir á málinu. Ef maður fær reikning fyrir þjónustu eða kvóta þá greiðir maður hann.“
  • „Í upphafi …. Tja, ég get ekki svarað þessu með fullvissu, einfaldlega af því ég þekki bakgrunninn á stofnun rekstrarins í Afríku. Afríka er annar heimur, en ég er alveg viss um að við fengum kvóta í samræmi við lög og reglur í hverju landi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK