fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

135 stofnanir og fyrirtæki ekki farið að lögum um jafnlaunavottun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls áttu 269 fyrirtæki og stofnanir að vera komin með jafnlaunavottun um þessi áramót. Fyrir áramótin höfðu hinsvegar aðeins 134 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu, eða um 40% fyrirtækja.

Tilkynningin er eftirfarandi:

Fyrir áramótin höfðu 134 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun. Hjá þessum aðilum starfa sextíu þúsund starfsmenn. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru að jafnaði um tvö hundruð þúsund starfandi á landinu á hverjum tíma. Við setningu laga nr. 56/2017 um jafnlaunavottun var áætlað að lögin myndu ná til um 1.200 fyrirtækja, alls u.þ.b. 147 þúsund starfsmanna eða um 80% launafólks á landinu. Samkvæmt ofangreindum tölum nær jafnlaunavottun nú þegar til 40% þeirra starfsmanna sem lögin taka til. Alls áttu 269 fyrirtæki og stofnanir að vera komin með jafnlaunavottun um þessi áramót.

Lög um jafnlaunavottun tóku gildi 1. janúar 2018 og ná til fyrirtækja og stofnana með fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli. Framkvæmd laganna var skipt í áfanga og skyldu stærstu fyrirtæki landsins með fleiri en 250 starfsmenn öðlast jafnlaunavottun fyrir 31. desember 2019. Sami tímafrestur var settur fyrir opinbera aðila sem eru meira en að hálfu í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa á ársgrundvelli.

Síðasti áfanginn verður við árslok 2022, þegar öll fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn skulu hafa öðlast jafnlaunavottun.

Listi yfir fyrirtæki og stofnanir sem hafa öðlast jafnlaunavottun má finna á vef Jafnréttisstofu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr leiðtogi breskra íhaldsmanna er kölluð „Frú ekkert kjaftæði“

Nýr leiðtogi breskra íhaldsmanna er kölluð „Frú ekkert kjaftæði“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lýsa Trump sigurvegara kosninganna

Lýsa Trump sigurvegara kosninganna