fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

„Í fréttaleysinu verður nöldur einkennilega oft að fréttnæmum mótmælum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. september 2019 19:00

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að sjálfsögðu tíðkast í öðrum löndum að hópar eða einstaklingar fara í mótmælagírinn vegna komu útlendinga. Almennt þykir slíkt þó ekki fréttnæmt nema verulegur kraftur sé í mótmælendum. Hér í fréttaleysinu verður nöldur einkennilega oft að fréttnæmum mótmælum,“

skrifar Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, á heimasíðu sína í dag. Tilefnið eru mótmælin við komu Mike Pence í gær, varaforseta Bandaríkjanna.

Björn bætir við að aðgerðir Advania og Eflingar, um að flagga fána hinsegin fólks, hafi ekki haft áhrif á Pence, sem er afar umdeildur vegna skoðana sinna á þeim hópi fólks:

„Í nágrenni Höfða voru fánastengur fyrirtækja nýttar til að láta í ljós skoðun á skoðunum varaforsetans sem hann hreyfði hvergi í samtölum við neinn, megi marka frásagnir fjölmiðla.“

Björn segir það vekja undrun hjá sér að einstaklingar eða hópar noti komu erlendra manna til að vekja athygli á sér og málstað sínum, þar sem það hafi lítil sem engin áhrif í alþjóðlegum skilningi:

„…því að sjaldan verða uppákomur hér til annars en að skapa umræður á heimavelli.“

Mótmælum gert óþarflega hátt undir höfði

Tekur hann mótmælin á Austurvelli einnig fyrir og fréttaflutning RÚV af málinu, sem Eyjan hefur þegar greint frá:

„Að minnsta kosti 11 samtök stóðu fyrir fámennri mótmælaaðgerð á Austurvelli í sama mund og varaforsetanum var ekið úr Höfða til Keflavíkurflugvallar. Í fréttatíma ríkisútvarpsins klukkan 18.00 var gert jafnmikið með þennan fund á Austurvelli og viðburði sem snertu viðræður varaforsetans við fulltrúa íslenskra stjórnvalda. Bein útsending var frá Austurvelli eins og frá Höfða. Í aðdraganda komu varaforsetans lét fréttastofan þess yfirleitt getið að efnt yrði til mótmæla vegna hans og hverjir kæmu þar við sögu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?