fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Sjálfstæðismenn brjálaðir út í Bjarna Ben -„Alvarleg tíðindi“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. september 2019 14:16

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að tilkynning barst frá Kára Jónssyni, formanns félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, í gærkvöldi, þar sem Bjarni Benediktsson er sagður hafa kæft undirskriftasöfnun gegn þriðja orkupakkanum í fæðingu, er ástandið innan Sjálfstæðisflokksins sagt afar eldfimt. Í tilkynningu sagði:

„Söfn­un­in fór gríðarlega vel af stað, en þegar formaður flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, lýsti því yfir við fjöl­miðla fjór­um dög­um eft­ir að söfn­un­in hófst að viðhorf flokks­manna myndu engu breyta um stefnu þing­flokks­ins í mál­inu þá hægði mjög á söfn­un­inni.“

Alvarleg tíðindi

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og orkupakkaandstæðingur með meiru, segir þetta alvarleg tíðindi:

„Nú berast alvarleg tíðindi úr Sjálfstæðisflokki. Í fréttatilkynningu, sem Jón Kári Jónsson, formaður félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi hefur sent frá sér segir svo um undirskriftasöfnun meðal flokksbundinna sjálfstæðismanna með ósk til miðstjórnar um almenna atkvæðagreiðslu meðal flokksbundinna um orkupakkamálið,“

segir Styrmir og spyr hver tilgangurinn hafi verið með breytingunum á skipulagsreglum flokksins, sem kváðu á um kosningu meðal flokksmanna um tiltekið málefni, ef tiltekinn fjöldi undirskrifta næðist, eða 5000 talsins og þar af skulu 300 vera úr hverju kjördæmi landsins:

„Var þetta tóm sýndarmennska? Ætla verður að þetta mál verði rætt á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins í lok næstu viku. Eða verður kannski komið í veg fyrir slíkar umræður? Hvar er lýðræðið í Sjálfstæðisflokknum á vegi statt?“

Tilkynningin í heild

„Þann 6. ág­úst sl. hratt ég af stað und­ir­skrifta­söfn­un meðal flokks­bund­inna sjálf­stæðismanna og var ætl­un­in að safna 5.000 und­ir­skrift­um og knýja fram kosn­ingu inn­an flokks­ins um þriðja orkupakk­ann. Í gær var pakk­inn samþykkt­ur á Alþingi og er und­ir­skrifta­söfn­un­inni því sjálf­hætt. Söfn­un­in fór gríðarlega vel af stað, en þegar formaður flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, lýsti því yfir við fjöl­miðla fjór­um dög­um eft­ir að söfn­un­in hófst að viðhorf flokks­manna myndu engu breyta um stefnu þing­flokks­ins í mál­inu þá hægði mjög á söfn­un­inni. Eft­ir stend­ur þó sú staðreynd að vel á þriðja þúsund und­ir­skrift­ir söfnuðust og má til sam­an­b­urðar geta þess að á Lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæta að jafnaði um 1.300-1.400 manns.“

Und­ir skrifa þeir Jón Kári Jóns­son, formaður fé­lags sjálf­stæðismanna í Hlíða- og Holta­hverfi, Pjet­ur Stef­áns­son, formaður fé­lags sjálf­stæðismanna í Bakka- og Stekkj­a­hverfi, Er­lend­ur Borgþórs­son, formaður fé­lags sjálf­stæðismanna í Smá­í­búða- og Foss­vogs­hverfi,  Guðmund­ur Gunn­ar Þórðar­son, formaður fé­lags sjálf­stæðismanna í Selja­hverfi, Birg­ir Stein­gríms­son, vara­formaður fé­lags sjálf­stæðismanna í Háa­leitis­hverfi, og Haf­steinn Núma­son, formaður fé­lags sjálf­stæðismanna á Kjal­ar­nesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni