fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Eyjan

Barn borgarfulltrúa sent heim vegna manneklu: „Óboðlegt ástand fyrir foreldra og börn í Reykjavík“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. september 2019 16:20

Katrín Atladóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Meirihlutinn stærir sig af því að vera nánast búin að fullmanna leikskóla borginnar en ég var að fá póst þess efnis að dóttir mín og hin börnin á leikskólanum muni verða send heim á næstu dögum vegna manneklu. Óboðlegt ástand fyrir foreldra og börn í Reykjavík, en ekki síður starfandi starfsfólk leikskólanna.“

Svo hljómar færsla Katrínar Atladóttur í dag, en hún er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Reykjavíkurborg sendi í síðustu viku út tilkynningu þess efnis að búið væri að ráða í meirihluta starfa innan skólakerfisins í borginni.

Á fundi borgarráðs þann 22. ágúst kom fram að alls 1328 börn væru á biðlista eftir að komast að í frístund eftir að skólatíma lýkur og átti eftir að ráða í 206 stöðugildi, þar af um 100 stöðugildi í frístundarheimilum, sem eru um 200 manns þar sem um hálft starf er að ræða. Alls er búist við að um 4000 börn nýti sér frístundaúrræðið í vetur, en að jafnaði starfa um 950 manns hjá frístundaheimilum í 440 stöðugildum.

Skoði þurfi launamálin

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sagði að nauðsynlegt væri að leiðrétta launamál til að fá fólk til að vinna við barnagæslu:

„Í almennri umræðu hafa launamál verið nefnd í tengslum við stöðuráðningar en mörg störf innan skóla- og frístundasviðs eru láglaunuð og nauðsynlegt er að búa starfsfólki aðstæður þar sem laun eru mannsæmandi. Auglýsingaherferð skóla- og frístundasviðs sýnir fram á mikilvægi starfanna og því er erfitt að skilja misskiptingu innan borgarkerfisins, þar sem þeir sem eru hæst launaðir hafa margfalt hærri laun en margir sem starfa hjá sviðinu. Nauðsynlegt er að leiðrétta launamál í þessu samhengi sem óneitanlega hlýtur að spila inn í hvort fólk ákveði að ráða sig til starfa.“

Sjá nánar: Búið að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum og 96% í leikskólum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð