fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Steinar fékk 100 milljónir frá fjármálaráðuneytinu og er sagður vinur Bjarna Benediktssonar – „Vel til þess fallinn“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. september 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmannsstofan Íslög fékk greiddar 100 milljónir frá Lindarhvoli, félags í eigu fjármálaráðuneytisins sem stofnað var til að sjá um sölu ríkiseigna sem ríkið fékk í kjölfar nauðsamninga við föllnu bankana árið 2015, fyrir umsjón með rekstri þess,  samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins.

Rekstrarkostnaður Lindarhvols á sama tíma nam 196 milljónum króna, en félagið greiddi Íslögum 80 milljónir fyrir umsjón með rekstri þess, en virðisaukaskattur nam 19 milljónum króna. Var félaginu síðan slitið í febrúarbyrjun í fyrra.

Með virðisaukaskatti nam mánaðarleg greiðsla fjármálaráðuneytisins í gegnum Lindarhvol til Íslaga um fimm milljónum og þá fékk stjórn félagsins 32 milljónir króna á tímabilinu. Kostnaður við endurskoðun og eftirlit nam 43 milljónum samkvæmt samningi við fjármálaráðuneytið.

Vel til þess fallinn

Fjármálaráðuneytið segir í svari sínu til Viðskiptablaðsins að Steinar Þór hafi verið „vel til þess fallinn“ að vinna fyrir Lindahvol, en hann sá um stöðuleikasamninga við átta slitabú sem inntu stöðugleikagreiðslur af hendi til ríkisins, sem og hafði umsjón með móttöku og rekstri eigna frá afhendingu þeirra til ríkisins, samkvæmt frétt VB.

Þá var hann tilnefndur sem áheyrnaaðili í stöðuleikasamningi við Kaupþing ehf.

Eigendur Íslaga eru hjónin Steinar Þór Guðgeirsson hæstaréttarlögmaður og Ástríður Gísladóttir, en Hringbraut greinir frá því að Steinar sé vinur og skólafélagi Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, síðan í lagadeild HÍ.

Steinar Þór er fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og spilaði alls 176 leiki í efstu deild með Fram og ÍBV á sínum tíma og skoraði þar 10 mörk en hann þjálfaði einnig Fram liðið á tímabili. Bjarni spilaði sem kunnugt er með Stjörnunni, en á þó engan landsleik að baki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu