fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Sprungur fundust í Boeing 737 NG vélum – Engar slíkar í notkun hjá Icelandair

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. september 2019 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boeing verksmiðjunum hefur verið gert af bandarískum loftferðayfirvöldum að rannsaka sprungumyndanir í nokkrum 737 NG farþegaþotum félagsins sem fundust við endurbætur á þotu sem var mjög mikið notuð.

Rannsóknin nær ekki til MAX vélanna sem enn eru í flugbanni, en öllum rekstraraðilum NG vélanna hefur verið gert viðvart.

Ekki er vitað um fjölda véla né hvar sprungurnar fundust, en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag, sem og nefnir að samkvæmt heimasíðu Boeing sé Icelandair meðal kaupenda þessarar gerðar af þotum.

Ekki hjá Icelandair

Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, sagði hinsvegar við Eyjuna að engar slíkar þotur væru í notkun hjá þeim:

„Við keyptum og seldum nokkrar svona vélar fyrir mörgum árum, en höfum ekki rekið þær. En flugheimurinn fer gegnum mörg svona mál á ári þar sem eitthvað nýtt finnst við viðhald á vélum og gripið er til fyrirbyggjandi aðgerða í framhaldi,“

sagði Jens.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni