fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Mikill samdráttur í gistinóttum hjá Airbnb milli ára á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. september 2019 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í ágúst dróst saman um 3% milli 2018 og 2019 og kom sú fækkun helst fram í gistinóttum sem miðlað var gegn um Airbnb og svipaðar síður, þar sem fækkunin var 17%.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 2%, en ef hótel og gistiheimili eru tekin saman fækkaði gistinóttum á þeim um 0,6%. Gistinóttum á öðrum tegundum gististaða (tjaldsvæðum, farfuglaheimilum, íbúðagistingu o.s.frv.) fjölgaði um eitt prósent, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 1.518.000 í ágúst síðastliðnum, en þær voru um 1.565.000 í sama mánuði í fyrra. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 711.800, þar af 513.400 á hótelum og 198.400 á gistiheimilum. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru um 566.000 og um 240.000 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 2%
Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 513.400, sem er 2% fjölgun frá sama mánuði árið áður. Fjöldi gistinátta á hótelum á höfuðborgarsvæðinu stóð í stað frá ágúst í fyrra. Hótelgistinóttum fækkaði um 10% á Vesturlandi og Vestfjörðum, en þeim fjölgaði í öllum öðrum landshlutum. Mesta hlutfallsleg fjölgun milli ára var á Suðurnesjum, eða 19%. Um 49% allra hótelgistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu, eða 250.800.

Á tólf mánaða tímabili, frá september 2018 til ágúst 2019, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.413.000, sem er 1% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Frá ágúst 2014 hefur framboð hótelherbergja á landinu farið úr 6.200 herbergjum upp í 11.000, sem er aukning um 77%. Í ágúst 2009 voru herbergin 4.600 og hafa því aukist um 138% síðan þá.

Herbergjanýting í ágúst 2019 var 82,8%, sem er lækkun um 2,1 prósentustig frá ágúst 2018 þegar hún var 84,9%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 5,4% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í ágúst var best á Suðurnesjum, eða 89,6%.

Um 93% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn, eða 475.900 sem er 2% aukning frá ágúst 2018. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (145.600), þar á eftir koma Þjóðverjar (51.200) og Kínverjar (31.000) en gistinætur Íslendinga voru 37.500.

Samkvæmt áætlun sem byggir á svörum úr Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands voru gistinætur erlendra ferðamanna í bílum utan tjaldsvæða um 32.000 og gistinætur hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða annars staðar þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu, voru um 47.000.

Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Áætlun á gistinóttum utan hefðbundinnar gistináttatalningar byggist á niðurstöðum úr Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einnig er byggt á gögnum úr gistináttagrunni Hagstofunnar, að teknu tilliti til upplýsinga um virðisaukaskattskylda veltu frá Airbnb og bílaleigum sem leggja áherslu á útleigu viðverubúinna húsbíla. Þær aðferðir sem beitt er við áðurnefnda áætlun eru í þróun innan Hagstofu Íslands. Tölur sem birtar eru um ógreiddar gistinætur og gistinætur sem miðlað er gegnum vefsíður eru því bráðabirgðatölur og geta tekið breytingum með hliðsjón af bættum upplýsingum og aðferðum. Við landsvæðaskiptingu þessara talna er stuðst við vefskröpun og gögn úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Frekari lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.

Allar tölur fyrir 2019 eru bráðabirgðatölur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ekki gerst í heil 18 ár
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka