fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Katrín ávarpaði ársþing norrænu verkalýðshreyfinganna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. september 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði ársþing norrænu verkalýðshreyfinganna í Malmö í Svíþjóð síðdegis í dag, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Í ávarpi sínu fjallaði forsætisráðherra um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við lífskjarasamningana og nauðsyn þess að félagslegur og efnahagslegur stöðugleiki fari saman. Þá fjallaði ráðherra sérstaklega um áskoranir tengdar loftslagsbreytingum og nauðsyn þess að stjórnvöld vinni með verkalýðshreyfingunni að aðgerðum til að berjast gegn hamfarahlýnun. Að lokum fjallaði ráðherra einnig um kynjajafnrétti á vinnumarkaði og áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á starfsumhverfi okkar allra.

Forsætisráðherra mun í fyrramálið funda með forsvarsmönnum norrænu verkalýðshreyfinganna. Ísland leiðir norrænt samstarf hreyfinganna í ár og er það Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er í forsvari fyrir hönd íslensku verkalýðshreyfingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka