fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Eyjan

Kári um Steingrím og stjórnmálaflokkana: „Tæmið skítaskúffuna“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. september 2019 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skrifar um hjarðhegðun íslenskra þingmanna í Fréttablaðið í dag og hvernig hún gangi stundum í berhögg við stefnu flokkanna. Segir hann þingmenn geta lært margt af kaffivélinni sinni, en Kári segir þá fylgja flokkslínum þótt þær „liggi fram af hamrinum“ og því sé erfitt fyrir almenning að átta sig á afstöðu hvers og eins:

„Meðal alþingismanna er mjög hæfileikaríkt fólk og flinkt en í hjörðum eins og stjórnmálaflokkarnir eru í dag hafa hæfileikar þeirra sjaldnast áhrif vegna þess að þar ræður samnefnari þess sem smæst er í mannssálinni. Sá samnefnari á erfitt með að þola aðrar skoðanir en eigin og alls ekki þeirra sem hafa eitthvað skynsamlegt til málanna að leggja,“

segir Kári og nefnir til sögunnar þriðja orkupakkann, sem samþykktur var í gær eftir flokkslínum, þó með einni undantekningu:

„Undantekningin er Ásmundur Friðriksson sem er einfaldlega illa upplýstur um sinn flokk, vegna þess að hann er sífellt úti að aka á svæðum þar sem er lítið símasamband. Mín kenning er sú að mannkostur á Alþingi sé nokkurn veginn sá sem þjóðin eigi skilið, en hann nýtist illa vegna þess að stjórnmálaflokkarnir í núverandi mynd gegni fyrst og fremst því hlutverki að kæfa nýjar hugsanir og takmarka skoðanafrelsi. Þess vegna er knýjandi þörf á því að breyta stjórnmálaflokkunum og bæta, setja þeim nýjar reglur.“

Draga megi lærdóm af kaffivélinni

Kári, sem gjarnan er hugmyndaríkur og litríkur í orðavali, nefnir hvernig kaffivélin hans hafi lagt sitt af mörkum til hugmyndafræðilegs undirbúnings hans að tillögum sínum, með skilyrðislausum skipunum um að tæma skítaskúffuna, fylla á vatnstankinn og bæta í baunatrogið:

„Það þýðir einfaldlega að hún vinnur sitt verk með prýði sem stjórnmálaflokkarnir gera ekki,“ segir Kári og nefnir að það megi draga lærdóm af kaffivélinni og setja þá reglu að greiði alþingismenn með málum sem stangist á við kosningaloforð þeirra, fái þeir ekkert kaffi það sem eftir lifi kjörtímabilsins:

„Gott dæmi um slíkt var þegar þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingar greiddu atkvæði með þriðja orkupakkanum, sem miðast við að einkavæða orkusölu sem gengur í berhögg við hugmyndafræði félagshyggjunnar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem greiddu atkvæði með orkupakkanum þriðja fengju hins vegar kaffið sitt og eins margar ábætur og þeir gætu í sig látið. Þetta væri að vísu ekki meiri háttar regla, menn hafa oft lifað vel og lengi án kaffis.“

Steingrímur og skítaskúffan

„Það er í þriðju tilskipun kaffivélarinnar sem ég held að lykillinn að betra lífi stjórnmálaflokkanna felist og hún hljómar svona: „empty drip tray“, eða tæmdu skítaskúffuna, og þá er eins gott að sturta korginum sem einu sinni var baunir og síðan nýmalað kaffi og núna gagnslaust drasl ofan í vask eða ruslafötu. Ímyndið ykkur ef stjórnmálaflokkarnir hefðu það aðhald sem kaffivélin veitir og það yrði sagt við þá þegar þörf krefur: empty drip tray eða tæmið skítaskúffuna,“

segir Kári og tekur forseta Alþingis sérstaklega fyrir í dagskrárliðnum um skítaskúffuna:

„Ef þannig kerfi væri til staðar er öruggt að Steingrímur J. Sigfússon myndi ekki verma sæti alþingisforseta heldur væri hann órofa partur af urðuðum alþingiskorgi. Hann stofnsetti nefnilega stjórnmálaflokk sem átti að vera félagshyggjuflokkur með áherslu á umhverfismál, en yljar sér nú við hitann frá sex þúsund tonnum af kolum sem eru brennd ár hvert á Bakka til dýrðar auðhyggjunni. Segir eitt við kjósendur og gerir hitt. Empty drip tray.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn